Héraðslækningar eiga enn fullt erindi í dreifbýli

Þörf er á að koma upp sérstakri þjálfun sem miðar að því að mennta heilbrigðisstarfsfólk til starfa í dreifbýli. Slíkt er mikilvægt til að tryggja heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni.

Lesa meira

Reynt að breiða yfir myndavélarnar á fyrsta degi gjaldtöku

Færri bílar voru á bílastæðunum við Egilsstaðaflugvöll en oft áður enda fyrsti dagurinn þar sem rukkað er fyrir að leggja bílum þar. Mótmælt var með að hylja eina vélina í morgun. Þingmaður segir mikilvægan árangur hafa náðst eftir að lengri frestur var gefinn til að leggja bílum þar, áður en gjaldtakan hefst.

Lesa meira

Tæplega 100 milljónir í samfélagsstyrki á síðasta ári

SÚN, Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað, veitti á síðasta ári alls 95,5 milljónir króna í styrki til verkefna í samfélaginu á Norðfirði. Hagnaður af rekstri félagsins í fyrra var 415 milljónir króna.

Lesa meira

Miðbær á Eskifirði bíður eftir hönnun ofanflóðavarna

Skipulag nýs miðbæjar á Eskifirði hefur verið í bið í á þriðja ár þar sem beðið er eftir lokahönnun á ofanflóðavörnum í Grjótá. Fjarðabyggð hefur auglýst fyrrum skrifstofuhúsnæði Eskju, sem stendur á svæðinu, til sölu.

Lesa meira

Hálslón ekki haft bein áhrif á gróðurfarið í kring

Engin bein áhrif á gróðurfar í Kringilsárrana, á Vesturöræfum eða Fljótsdalsheiði hafa mælst vegna Hálslóns Kárahnjúkavirkjunar eftir margra ára mælingar. Óbein áhrif eru þó til staðar.

Lesa meira

Frítt að leggja í fjórtán klukkutíma

Isavia Innanlandsflugvellir hafa ákveðið að ókeypis verði að leggja við flugvellina á Egilsstöðum og á Akureyri í 14 tíma. Gjaldtaka fyrir bílastæði þar og við Reykjavíkurflugvöll hefst á morgun.

Lesa meira

Lýðveldisfáninn loks kominn austur

Skrifstofu Fljótsdalshrepps barst loks í dag fánar sem prentaðir voru sérstaklega í tilefni 80 ára afmælis lýðveldisins Íslands sem bar upp á 17. júní síðastliðinn.

Lesa meira

Um helmingur íbúa Austurlands segir ferðamannafjöldann hæfilegan

Samkvæmt nýlegri Íbúakönnun landshlutanna, þar sem tæplega tólf þúsund íbúar á landsbyggðinni voru spurðir út í fjölmarga hluti varðandi búsetu sína, reynslu af opinberri þjónustu og mörgu öðru, er enn borð fyrir báru austanlands að taka mót fleiri ferðamönnum en verið hefur.

Lesa meira

Skip Síldarvinnslunnar gerð tilbúin til makrílveiða

Stefnt er að því að Börkur, Barði og Beitir, skip Síldarvinnslunnar, fari til makrílveiða í vikunni. Vinnsla félagsins í Neskaupstað verður um svipað leyti tilbúin til að taka á móti hráefni þótt viðbúið sé að einhvern tíma taki að finna fiskinn.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.