Runnið úr nokkrum vegköntunum í hlákunni

Vatnsskemmdir hafa orðið á minnst fjórum stöðum á austfirskum vegum í hlákunni í gær og fyrrinótt. Engar skemmdir eru á yfirborði veganna en mælst til þess að ökumenn fari um með gát.

Lesa meira

Fyrstu íslensku vottuðu kolefniseiningarnar gefnar út

Yggdrasill Carbon (YGG) á Egilsstöðum hefur fengið útgefnar fyrstu íslensku vottuðu kolefniseiningarnar í bið. Þær koma úr nýskógræktarverkefni á vegum félagsins á Arnaldsstöðum í Fljótsdalshreppi. Framkvæmdastjóri félagsins segir þetta stórt skref og hann finnur fyrir miklum áhuga hjá fyrirtækjum að tryggja sér þessar einingar.

Lesa meira

Væg gul viðvörun í kvöld og hláka í nótt

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Austfirði vegna snjókomu og hvassviðri í kvöld. Í nótt tekur síðan við rigning þegar hlýnar í veðri sem líklegt er að framkalli hláku.

Lesa meira

Með köldustu desembermánuðum austanlands í áratugi

Liðinn desembermánuður var með þeim allra köldustu bæði austanlands sem og á landsvísu samkvæmt gögnum Veðurstofu Íslands. Heilt yfir var þetta kaldasti desember í landinu síðan 1973.

Lesa meira

Gular viðvaranir í gildi fram eftir morgni

Gular viðvaranir eru í gildi fyrir Austurland og Austfirði fram eftir morgni. Viðvaranirnar voru gefnar út seint í gærkvöldi en meiri hlýindi og rigning hafa verið á svæðinu en spáð hafði verið.

Lesa meira

Spenninum treyst næstu daga en vel fylgst með

Búið er að undirbúa varatengingu við dreifikerfi Landsnets ef aflspennir Rarik í tengivirkinu á Stuðlum í Reyðarfirði slær út aftur, líkt og hann gerði í gærmorgunn. Bilunin í honum er ekki talin alvarleg þótt ljóst sé að starfsemi hans sé ekki fullkomlega eðlileg.

Lesa meira

Mygla staðfest í skóla og íþróttahúsi Eskifjarðar

Mygla hefur verið staðfest í bæði húsnæði grunnskóla Eskifjarðar og íþróttahúsi staðarins í sýnum sem tekin voru þar fyrir áramót. Fjarðabyggð vinnur í dag að nánari greiningum og viðbrögðum á niðurstöðunum.

Lesa meira

Árið byrjar á kolmunnaveiðum

Skip á vegum Síldarvinnslunnar og Brims hafa tekið stefnuna að Færeyjum þar sem áformað er að veiða kolmunna. Hoffell, skip Loðnuvinnslunnar, hefur fengið andlitslyftingu yfir jólin.

Lesa meira

Fálkaorðan veitir aukinn kraft við ættfræðina

Cathy Ann Josephson, ættfræðingur í Vopnafirði, var í gær meðal þeirra 14 Íslendinga sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við athöfn á Bessastöðum. Cathy segir að orðan veiti henni hvatningu til að halda áfram við ættfræðina.

Lesa meira

Líkur á snjókomu á gamlárskvöld

Líkur eru á að um kvöldmat á gamlárskvöld byrji að snjóa á Austurlandi. Magnið verður samt ekki slíkt að það hamli brennum eða flugeldaskotum þótt eitthvað gæti dregið úr skyggni.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.