Enn á huldu hvaða hlutverki gamla kirkjan á Djúpavogi skal gegna

Köll hafa verið eftir því um nokkurra ára skeið að ákvörðun verði tekin um hvaða starfsemi skuli vera í gömlu kirkjunni á Djúpavogi í framtíðinni. Enn liggur það ekki fyrir og á meðan er ekki hægt að vinna að neinum endurbótum innandyra.

Lesa meira

Á eftir að ræða betur við RARIK um fjarvarmaveituna á Seyðisfirði

Sveitarstjóri Múlaþings segir að enn sé í gangi undirbúningsvinna áður en sveitarfélagið geti tekið við fjarvarmaveitukerfi RARIK á Seyðisfirði. Hann segir að meðgjöf þurfi að fylgja veitunni. RARIK hefur tilkynnt að það ætli að hætta rekstrinum í ár.

Lesa meira

Rannsókn flugslyssins í Sauðahlíðum gengur hægt

Opinber rannsókn á tildrögum flugslyssins í Sauðahlíðum síðastliðinn júlí þar sem þrír létu lífið gengur hægt fyrir sig hjá Rannsóknarnefnd flugslysa (RNFS). Ólíklegt er að hugsanleg orsök eða orsakir verði ljósar fyrr en með lokaskýrslu síðla á næsta ári.

Lesa meira

Gengið verður inn um glænýtt anddyri í Fjarðarborg í sumar

Endurbætur á hálfrar aldar gömlu félagsheimili Borgfirðinga, Fjarðarborg, ganga vel að sögn umsjónarmanns framkvæmdanna. Lokið verður við nýtt anddyri hússins að mestu auk stórs hluta efri hæðar hússins áður en sumarið gengur í garð.

Lesa meira

Hvalreki gerbreytti viðhorfi Norðmanna til mengunar sjávar

Viðhorf til rusls í hafinu hefur gerbreyst í Noregi síðan hval, fullan af plastpokum, rak þar á land fyrir sjö árum og gangskör verið gerð í hreinsun stranda. Þorri þeirra hluta sem fljóta um í sjónum virðast koma frá sjávarútvegi. Erindrekar frá norskum samtökum komu við á Stöðvarfirði síðasta sumar til að kanna stöðuna á Íslandi og tóku til hendinni þar í leiðinni.

Lesa meira

Fljótsdalshérað er enn eitt besta skógræktarsvæði landsins

Hópur starfsfólks Skógræktarinnar, nú Lands og skóga, ferðast um landið á hverju ári til að leggja út mælifleti í Landsskógarúttekt. Með henni á að kortleggja bæði ræktaða og villta skóga. Slíkar upplýsingar nýtast meðal annars við að áætla kolefnisbindingu landsins. Verkefnið fagnar í ár 20 ára afmæli sínu.

Lesa meira

Myndun meirihluta í Fjarðabyggð á lokametrunum

Línur eru orðnar nokkur skýrar í viðræðum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn Fjarðabyggðar. Ekki er þó enn komið að undirskriftinni.

Lesa meira

Grunnskólanemendur á Borgarfirði krefjast betra leiksvæðis

Það ekki ýkja algengt að grunnskólanemendur taki sig til og sendi áskorun til ráðandi afla í fámennum bæjum eða þorpum. Það gerðu þó eldri nemendur í grunnskólanum á Borgarfirði eystri nýverið sem vilja stórbætt leiksvæði við skólann sinn.

Lesa meira

Málefnasamningur tilbúinn í Fjarðabyggð

Viðræðum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks um myndun nýs meirihluta í Fjarðabyggð er lokið. Málefnasamningur verður lagður fyrir flokksfélög í kvöld og, ef þau gefa samþykki sitt, undirritaður á morgun.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.