Eigendur gisti- og veitingahúsa á Fljótsdalshéraði hafa kvartað til
Samkeppnisyfirlitsins vegna rekstrarfyrirkomulags félagsheimilisins
Valaskjálfar. Þeir segja það lítillækkandi að keppa við rekstur sem
niðurgreiddur sé af sveitarfélaginu.
Skriðuklaustursrannsóknir fengu hæsta styrkinn, þrjár milljónir króna,
þegar úthlutað var úr fornleifasjóði fyrir skemmstu. Gert er ráð fyrir
að uppgreftrinum ljúki í sumar en mjög vel gekk að grafa í fyrrasumar.
Húsnæðið sem áður hýsti skrifstofur Kaupfélags Héraðsbúa og
byggingavörudeild hefur verið selt. Fleiri eignir í miðbæ Egilsstaða
hafa selst undanfarið. Viðskiptin eru merki um að líf sé að færast í
svæðið á ný en áform um nýjan miðbæ hafa að mestu legið í salti eftir
kreppuna.
Davíð Baldursson, sóknarprestur á Eskifirði, segir Eskfirðinga harmi
slegna eftir fréttir um að hálfþrítugur karlmaður hefði banað tvítugri
barnsmóður sinni í Reykjavík í gær. Parið bjó á Eskifirði um tíma.
Minnihlutinn í bæjarstjórn Fjarðabyggðar vill kjósa um byggingu
fyrirhugaðrar olíubirgðastöðvar í Reyðarfirði. Fulltrúar meirihlutans
segja það ótímabært. Þeir telja mikil atvinnutækifæri fólgna í stöðinni.
Samninganefnd ALFs Starfsgreinafélags samþykkti í gær að fela formanni
félagsins, Hjördísi Þóru Sigurþórsdóttur, að hefja undirbúning boðunar
allsherjarverkfalls á félagssvæðinu sem nær yfir allan
Austfirðingafjórðung.
Pétur H. Pálsson framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Vísis segir
ljóst að frumvörp ríkisstjórnarinnar um stjórn fiskveiða vegi að
samkeppnishæfni sjávarútvegsins nái það fram að ganga.
Fjárfestingar HB Granda í uppsjávarvinnslu félagsins á Vopnafirði hafa
numið meira en fjórum milljörðum króna frá þeim tíma sem liðinn er frá
sameiningu HB Granda og Tanga fyrir sjö árum. Vilhjálmur Vilhjálmsson
deildarstjóri uppsjávardeildar HB Granda segir að á þessu ári sé
fyrirhugað að fjárfesta fyrir rúmar 200 milljónir króna á Vopnafiði.
Í byrjun vikunnar urðu vegfarendur um Oddskarðsgöng varir við að hrunið
hafði úr lofti ganganna við gangnamunnann Eskifjarðarmegin. Bæjarráð
Fjarðabyggðar vill að staðið verði við samgönguáætlun þar sem gert er
ráð fyrri að byrjað verði á nýjum göngum í ár.
AFL Starfsgreinafélag stendur fyrir samkomum í öllum þéttbýliskjörnum
Austurlands í tilefni alþjóðadags verkalýðsins í dag. Dagskráin hófst í
morgun á Egilsstöðum klukkan 10:00 þar sem Sigríður Dóra Sverrisdóttir
var ræðumaður og á Djúpavogi klukkan hálf ellefu þar sem Reynir
Arnórsson var ræðumaður. Dagskráin er annars sem hér segir.