Guðlaugur Haraldsson og Kristján Vigfússon björguðu á laugardag lífi sjö
ára drengs sem varð undir grjóti í Grjótá í Eskifirði. Eftir nokkrar
tilraunir náðist drengurinn upp úr ánni, helblár og meðvitundarlaus.
Agl.is hefur borist athugasemd frá LÍÚ vegna fréttatilkynningar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins um skötuselsfrumvarpið svokallaða. Hér er athugasemd LÍÚ birt í heild sinni:
Stjórn AFLs skorar á þingmenn og stjórnvöld og hysja upp um sig buxurnar
og grípa strax til úrræða í efnahagsmálum til að kreppan verði ekki enn
dýpri. Annars sé tilvera þeirra á þingi „tilgangslaus og nauðsyn að
skipta þeim út fyrir aðra sem ekki eru eins verkfælnir.“
Flugvöllurinn á Egilsstöðum er nú eini alþjóðlegi flugvöllurinn á Íslandi sem er opinn fyrir umferð. Flugvöllunum í Keflavík, Reykjavík og á Akureyri hefur verið lokað eftir að eldgos hófst á Fimmvörðuhálsi seint í gærkvöldi.
Samtök félagshyggjufólks á Fljótsdalshéraði, Héraðslistinn, efna til opins forvals, vegna sveitarstjórnarkosninga 29. maí næstkomandi. Forvalið fer fram dagana 25-27 mars.
Sjálfstæðismenn á Fljotsdalshéraði hafa ákveðið að standa fyrir skoðanakönnun við uppstillingu á framboðslista flokksins vegna sveitarstjórnakosninganna í vor. Viðhaft verður sama form og við skoðanakönnunina hjá Sjálfstæðismönnum í Fjarðabyggð. 11 gefa kost á sér.