03. desember 2012
Dögun boðar til stofnfundar í kjördæminu
Dögun samtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði boðar til stofnfundar kjördæmisfélags í NA-kjördæmi laugardaginn 8.desember kl.12 á hádegi.
Fundurinn verður haldinn í Lionssalnum Skipagötu 14 á Akureyri. Gísli Tryggvason kynnir Dögun og þá stefnumótun sem komin er vel á veg.
Janne Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, hlaut nýlega Stevie-gullverðlaunin sem forstjóri ársins í hópi kvenna í atvinnurekstri í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku. Verðlaunaafhendingin fór fram í New York fyrr í mánuðinum.
Þóroddur Bjarnason prófessor og Jón Þorvaldur Heiðarsson lektor við Háskólann á Akureyri kynna á opnum fundi á Egilsstöðum á morgun niðurstöður úr skýrslunni „Starfsemi ríkisins í Norðausturkjördæmi.“
Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sem gefur kost á sér sem næsti formaður flokksins, verður á ferðinni á Austurlandi í dag og á morgun.
Borgarfjörður eystri var nýverið tekinn inn í hóp evrópskra gæðaáfangastaða. Heimamenn segja þetta mikla viðurkenningu á því uppbyggingarstarfi sem unnið hafi verið í ferðamálum á staðnum.
Halldór Örvar Einarsson (Örvar) hefur verið ráðinn stöðvarstjóri Flugfélags Íslands á Egilsstöðum frá og með 1.janúar 2013. Örvar hefur undanfarin ár starfað sem þjónustustjóri Flugfélags Íslands á Egilsstöðum.
Hrafnkell Lárusson, forstöðumaður Héraðsskjalasafns Austurlands, hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu frá og með 1. desember. Hann segir það hafa verið slítandi að berjast sífellt við takmarkaðan skilning ráðamanna á starfsemi safnsins en mikill samdráttur hefur orðið á fjárframlögum til þess undanfarin ár.