Erna dæmd úr leik
Erna Friðriksdóttir, sem í gær keppti í sitjandi flokki í svigi á vetrarólympíuleikum fatlaðra í Vancouver í Kanada, var dæmd úr leik eftir keppnina.
Erna Friðriksdóttir, sem í gær keppti í sitjandi flokki í svigi á vetrarólympíuleikum fatlaðra í Vancouver í Kanada, var dæmd úr leik eftir keppnina.
Jón Björn Hákomarson sigraði í prófkjöri Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð í dag. Guðmundur Þorgrímsson varð í öðru sæti. Þeir tveir sóttust eftir fyrsta sætinu í prófkjörinu.
Jens Harðar Helgason,bæjarfulltrúi, leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Valdimar O. Hermannsson, oddviti listans undanfarin fjögur ár, er í öðru sæti.
Poppmessa verður haldin á Vopnafirði á sunnudag í tilefni æskulýðsdags kirkjunnar. Rokkhljómsveit spilar í messunni og krakkar úr Kýros, æskulýðsfélagi Vopnafjarðarkirkju, skreyta kirkjuna og sjá um stóran hluta messunnar.
Þorsteinn Sigjónsson, bóndi að Bjarnanesi í Hornafirði, hefur tekið jörðina Stórhól í Álftafirði á leigu með öllum bústofni fram á haust. Hann tók við allri ábyrgð á búfjárhaldi á bænum um seinustu mánaðarmót. Yfirvöld hafa gert athugasemdir við aðbúnað á öðru austfirsku sauðfjárbúi.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.