Umsóknum um hreindýraveiðileyfi fjölgar milli ára

Frestur til að sækja um veiðileyfi til hreindýraveiða til Umhverfisstöfnunar rann út í gær 15. febrúar.  Um 3800 umsóknir bárust, sem er rúmlega 500 umsóknum fleiri en á síðasta ári.  Dregið verður úr innsendum umsóknum 20. febrúar næstkomandi.

Lesa meira

Fjarðabyggð vann Síldarvinnslubikarinn

Fjarðabyggð sigraði í úrslitaleik Síldarvinnslumótsins í Fjarðabyggðarhöllinni í gærdag. Úrslitaleikurinn var milli Hattar og KFF. Höttur komst yfir í fyrri hálfleik, og staðan var 0-1 í hálfleik.



Lesa meira

Nauðungasala auglýst á 56 íbúðum

Enbætti Sýslumannsins á Seyðisfirði auglýsir í Morgunblaðinu í dag, fyrsta uppboð á 56 íbúðum í þremur blokkum við Kaupvang 41 til 45 á Egilsstöðum.  Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, mánudaginn 15. febrúar næstkomandi klukkan 14:00.

Lesa meira

Framboð sjálfstæðismanna liggja fyrir

Átta einstaklingar taka þátt í skoðanakönnun hjá Sjálfstæðisflokknum í Fjarðabyggð vegna uppstillingar á lista flokksins fyrir bæjarstjórnakosningarnar í vor.

Lesa meira

Loðnuvinnslur í startholunum

Fyrirtæki sem stunda vinnslu úr loðnuafurðum hér eystra eru nú sem óðast að búa sig undir loðnuvertíðina. Þó hafa einhver fyrirtæki þegar hafið vinnslu, til dæmis Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði og Síldarvinnslan á Norðfirði, mest þó frá norskum skipum sem eru fyrr á ferðinni vegna þess að þau mega ekki veiða sunnan 64. breiddargráðu.

Lesa meira

Nauðungarsölur á Reyðarfirði

Nauðungaruppboð voru auglýst í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag á 64 íbúðum, í stóru blokkunum fjórum við Melgerði á Reyðarfirði.

Lesa meira

Ellefu í prófkjöri, sjö karlar - fjórar konur

Ellefu einstaklingar gefa kost á sér í prófkjöri framsóknarfólks á Fljótsdalshéraði, sem fram fer laugardaginn 6. mars næstkomandi. Alls fjórar konur gefa kost á sér, og sjö karlmenn. Í prófkjörinu gefur enginn af sitjandi bæjarfulltrúum flokksins, þau Björn Ármann Ólafsson, Anna Sigríður Karlsdóttir og Jónas Guðmundsson, kost á sér í efstu sæti.

 

frams_logo.jpg

 

Lesa meira

Samfylkingin fundar á Eskifirði í kvöld

Samfylkingin stendur fyrir fundi á Eskifirði í kvöld. Framsögumenn eru þingmennirnir Sigmundur Ernir Rúnarsson, Jónína Rós Guðmundsdóttir og Valgerður Bjarnadóttir.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.