Millilandaumferð eykst um Egilsstaðaflugvöll

Fjórar millilandaflugvélar hafa haft viðkomu á Egilsstaðaflugvelli það sem af er degi.  Þrjár þotur frá Iceland Express og ein frá Flugleiðum. 

Lesa meira

Þórunn leiðir framsókn á Vopnafirði

Þórunn Egilsdóttir skipar efsta sætið á lista Framsóknarflokksins í Vopnafjarðarhreppi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Framsóknarmenn á Vopnafirði hafa undanfarin ár verið í samstarfi með öðrum á Vopafirði, fyrst undir merkjum Vopnafjarðarlistans og síðan K-lista félagshyggjufólks og verið með meirihluta í sveitarstjórn.

 

Lesa meira

Fjarðabyggð og Seyðisfjörður í flokk með Álftnesingum

Fimm íslensk sveitarfélög hafa neikvæða eiginfjárstöðu. Þar af tvö austfirsk, Fjarðabyggð og Seyðisfjarðarkaupstaður. Hin sveitarfélögin eru Grundarfjarðarbær, Álftanes og Norðurþing. Tekið er tillit til A- og B-hluta efnahagsreiknings.

Lesa meira

Austfirskt byggðasamlag um félagsþjónustu

Samþykkt var að stofna eitt austfirskt byggðasamlag utan um félagsþjónustu og þjónustu við fatlaða á aukaaðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi á Fáskrúðsfirði í dag.

 

Lesa meira

Sumarlöndun á Breiðdalsvík

Landað var úr tveimur bátum, Ragnari og Guðmundi Sig á Breiðdalsvík á sumardaginn fyrsta.

Lesa meira

Rútur í vandræðum á Fjarðarheiði

Tvær tveggja hæða rútur með samtals 140 farðega lentu í vandræðum á Fjarðarheiði í morgun, þegar þær lentu útaf veginum og festust, önnur þvert yfir veginn. Einnig varð bílvelta á Háreksstaðaleið.

Lesa meira

Framboðslisti Héraðslistans samþykktur

Uppstillinganefnd Héraðslistans hefur lokið störfum og lagt fram tillögu að framboðslista fyrir sveitastjórnarkosningarnar 29. maí næstkomandi.

Lesa meira

Úthlutað úr Fjárafli

Á fundi atvinnumálanefndar Fljótsdalshéraðs, 13. apríl síðastliðinn, voru teknar til afgreiðslu umsóknir í Atvinnumálasjóð Fljótsdalshéraðs, Fjárafl.  Umsóknarfrestur rann út um miðjan mars, alls bárust sjóðnum níu umsóknir.

 

Lesa meira

Kvenfélagið Hlíf gaf hjartalínurita

Kvenfélagið Hlíf í Breiðdal færði Heilsugæslustöðinni á Breiðdalsvík hjartalínurita að gjöf á sumardaginn fyrsta.

Lesa meira

Framboðslisti framsóknarmanna á Fljótsdalshéraði samþykktur

Á almennum félagsfundi Framsóknarfélags Héraðs og Borgarfjarðar, fimmtudaginn 8. apríl 2010, var framboðslisti B-lista Framsóknarflokks á Fljótsdalshéraði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 29. maí næstkomandi samþykktur einróma.

Lesa meira

Arnbjörg næsti bæjarstjóri á Seyðisfirði?

Samkvæmt heimildum agl.is er Arnbjörg Sveinsdóttir, fyrrverandi alþingiskona, ekki búinn að gefa pólitíkina upp á bátinn. Hermt er að hún verði næsti bæjarstjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar.

 

arnbjorg.jpg

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.