Enn á huldu hvaða hlutverki gamla kirkjan á Djúpavogi skal gegna

Köll hafa verið eftir því um nokkurra ára skeið að ákvörðun verði tekin um hvaða starfsemi skuli vera í gömlu kirkjunni á Djúpavogi í framtíðinni. Enn liggur það ekki fyrir og á meðan er ekki hægt að vinna að neinum endurbótum innandyra.

Lesa meira

Á eftir að ræða betur við RARIK um fjarvarmaveituna á Seyðisfirði

Sveitarstjóri Múlaþings segir að enn sé í gangi undirbúningsvinna áður en sveitarfélagið geti tekið við fjarvarmaveitukerfi RARIK á Seyðisfirði. Hann segir að meðgjöf þurfi að fylgja veitunni. RARIK hefur tilkynnt að það ætli að hætta rekstrinum í ár.

Lesa meira

Rannsókn flugslyssins í Sauðahlíðum gengur hægt

Opinber rannsókn á tildrögum flugslyssins í Sauðahlíðum síðastliðinn júlí þar sem þrír létu lífið gengur hægt fyrir sig hjá Rannsóknarnefnd flugslysa (RNFS). Ólíklegt er að hugsanleg orsök eða orsakir verði ljósar fyrr en með lokaskýrslu síðla á næsta ári.

Lesa meira

Nýr meirihluti í Fjarðabyggð boðar aga í fjármálum

Skrifað var undir samkomulag um myndun nýs meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bæjarstjórn Fjarðabyggðar í dag. Jón Björn Hákonarson, oddviti Framsóknarflokks, verður áfram forseti bæjarstjórnar en Rangar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokks, verður formaður bæjarráðs. Aðhald í fjármálum, viðgerðir á íþróttahúsinu á Eskifirði og sérstakt félag utan um hafnir sveitarfélagsins eru meðal áhersluatriða í meirihlutasamkomulaginu.

Lesa meira

Hvalreki gerbreytti viðhorfi Norðmanna til mengunar sjávar

Viðhorf til rusls í hafinu hefur gerbreyst í Noregi síðan hval, fullan af plastpokum, rak þar á land fyrir sjö árum og gangskör verið gerð í hreinsun stranda. Þorri þeirra hluta sem fljóta um í sjónum virðast koma frá sjávarútvegi. Erindrekar frá norskum samtökum komu við á Stöðvarfirði síðasta sumar til að kanna stöðuna á Íslandi og tóku til hendinni þar í leiðinni.

Lesa meira

Fljótsdalshérað er enn eitt besta skógræktarsvæði landsins

Hópur starfsfólks Skógræktarinnar, nú Lands og skóga, ferðast um landið á hverju ári til að leggja út mælifleti í Landsskógarúttekt. Með henni á að kortleggja bæði ræktaða og villta skóga. Slíkar upplýsingar nýtast meðal annars við að áætla kolefnisbindingu landsins. Verkefnið fagnar í ár 20 ára afmæli sínu.

Lesa meira

Myndun meirihluta í Fjarðabyggð á lokametrunum

Línur eru orðnar nokkur skýrar í viðræðum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn Fjarðabyggðar. Ekki er þó enn komið að undirskriftinni.

Lesa meira

Grunnskólanemendur á Borgarfirði krefjast betra leiksvæðis

Það ekki ýkja algengt að grunnskólanemendur taki sig til og sendi áskorun til ráðandi afla í fámennum bæjum eða þorpum. Það gerðu þó eldri nemendur í grunnskólanum á Borgarfirði eystri nýverið sem vilja stórbætt leiksvæði við skólann sinn.

Lesa meira

Málefnasamningur tilbúinn í Fjarðabyggð

Viðræðum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks um myndun nýs meirihluta í Fjarðabyggð er lokið. Málefnasamningur verður lagður fyrir flokksfélög í kvöld og, ef þau gefa samþykki sitt, undirritaður á morgun.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar