10. október 2023
Loka ýmsum vegum vegna veðurofsans
Þegar er búið er að loka vegum um Fagradal, Vatnsskarð, Öxi, Hellisheiði eystri og vegkaflanum á milli Djúpavogs og Hafnar vegna veðurofsans austanlands. Sterkar líkur eru á að Fjarðarheiðinni verði einnig lokað nú síðdegis. Fyrir hádegi var veginum um Möðrudal einnig lokað vegna veðurs.