Starfsmannaþorpið fær að standa fram á næsta haust

alcoa starfsmannathorpSveitarfélagið Fjarðabyggð hefur veitt leyfi til að vinnubúðirnar sem reistar voru fyrir verkamennina sem byggðu álverið í Reyðarfirði fái að standa fram til 30. september á næsta ári. Upphaflega áttu búðirnar að vera farnar árið 2008.

Lesa meira

Hæstiréttur hafnaði lögbanni SSA á ferðir Sternu

sterna ruta webHæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms Austurlands frá því í vor sem hafnaði staðfestingu á lögbanni sýslumannsins á Höfn á akstur Sternu á milli Hafnar og Egilsstaða. Samband sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) höfðaði málið þar sem það taldi brotið á einkaleyfi félagsins til að skipuleggja almenningssamgöngur á svæðinu.

Lesa meira

MAST flokkar Nor98 ekki sem riðu: Skoða á lög um dýrasjúkdóma

lombMatvælastofnun leggur ekki til niðurskurð á sauðfjárbúinu Krossi í Berufirði þar sem stofnunin flokkar riðuafbrigðið Nor98 ekki sem riðu. Héraðsdýralæknir telur þörf á að endurskoða reglur um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim.

Lesa meira

Polar Amaroq verður Beitir NK: Núverandi Beitir seldur til Noregs

img 8399 webBeitir NK hefur verið seldur til Noregs upp í kaup grænlenska útgerðarfélagsins Polar Pelagic, sem Síldarvinnslan í Neskaupstað á þriðjung í. Togarinn Polar Amaroq, sem grænlenska félagið keypti í vor, færist til Síldarvinnslunnar og verður að Beiti.

Lesa meira

Norðfjarðargöng: Gangur kominn í gröftinn

nordfjardargong 29110213 3Gröftur nýrra Norðfjarðarganga gengur nú hraðar þar sem verktakar eru komnir út úr veika rauða laginu sem hægði á vinnunni. Í gær var alls búið að grafa 93 metra. Útlit er fyrir að það náist að sprengja tvær fimm metra sprengingar á dag.

Lesa meira

Sterna: Aðgerðir SSA voru stjórnvaldshneyksli

sterna ruta webFramkvæmdastjóri hópferðafyrirtækisins Sternu segir fyrirtækið vera að undirbúa að krefjast skaðabótar af hálfu Sambands sveitarfélaga á Austurlandi en sambandið fékk lögbann á akstur fyrirtækisins á milli Hafnar og Egilsstaða sumarið 2012. Lögbanninu var endanlega hnekkt með dómi Hæstaréttar fyrir helgi.

Lesa meira

Ásmundur Einar: Held það verði djöfull gott að vera bóndi á Íslandi

asmundur einar dadasonMikil sóknarfæri eru í framleiðslu á mjólk og dilkakjöti á Íslandi að mati Ásmundar Einars Daðasonar, þingmanns Framsóknarflokksins. Útlit sé fyrir vaxandi eftirspurn eftir matvælum í heiminum og hækkandi verð. Því skipti máli að bændur hugsi fram í tímann.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar