


Passaðu tvo metrana gæskur/gæska
Starfsmenn Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum leituðu í austfirska málhefð þegar koma þurfti upp merkingum til að áminna gesti stöðvarinnar um að halda tveggja metra samskiptafjarlægð.
„Erum eiginlega orðlaus“
Systkinin Eva Björk, Erna Rósa og Hannes Ívar Eyþórsbörn fara fyrir hópi hlaupara sem hlaupa til styrktar föður þeirra, Eyþóri Hannessyni, í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið. Eyþór, sem hefur vakið athygli fyrir að tína rusl samhliða því að fara út að hreyfa sig víða á Austurlandi, hefur barist við illvígt krabbamein síðustu tvö ár.
Sparisjóðurinn 100 ára í dag
Haldið er upp á það í dag að 100 ár eru liðin síðan Sparisjóður Norðfjarðar, sem frá árinu 2015 hefur borið heitið Sparisjóður Austurlands, hóf starfsemi. Hann er einn fjögurra sparisjóða sem eftir eru í landinu en þeir urðu flestur rúmlega 60 talsins um 1960.
Pólska listamenn skortir tækifæri til að sýna verk sín þrátt fyrir að búa á Íslandi
Pólska listahátíðin Vor eða Wiosna var formlega sett í Sláturhúsinu á Egilsstöðum um síðustu helgi en hún stendur út föstudag. Wiola Ujazdowska, sýningarstjóri segir marga pólska listamenn hafa flust til Íslands, meðal annars því tjáningarfrelsi í fæðingarlandinu sé sífellt að þrengjast, en þeir hafi takmörkuð tækifæri til að sýna verk sín hérlendis.
Feðgar að austan ákváðu í bríeríi að hlaupa maraþon
Feðgarnir Stefán Þór Helgason og Helgi Halldórsson, fyrrum skólastjóri og bæjarstjóri á Egilsstöðum, hlupu á þriðjudag samanlagt heilt maraþon til stuðnings Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk með krabbamein.
Batt inn bækur um íbúðarhús á Reyðarfirði
Vigfús Ólafsson frá Reyðarfirði færði bókasafni staðarins nýverið höfðinglega gjöf, innbundnar bækur með upplýsingum um tæplega 50 eldri íbúðarhús á staðnum.
Fyrstu bíósýningar í Herðubreið með tveggja metra reglunni
Í gærkvöldi voru aftur hafnar bíósýningar í menningar- og félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði eftir nokkuð hlé. Búið er að breyta fyrirkomulaginu í kvikmyndasalnum þannig að tekið er fullt tillit til 2ja metra reglunnar. Myndirnar sem í boði verða eru Síðasta veiðiferðin, Tröll tónleikaferðin og Amma Hófí.