Þórsteinn Ágústsson hugbúnaðarsérfræðingur hjá fyrirtækinu Trackwell er búsettur í Neskaupstað ásamt fjölskyldu sinni. Þorsteinn er matgæðingur vikunnar að þessu sinni og ætlar að deila með okkur uppskrift af afar girnilegu kjúklinga enchiladas.
Þann 1. janúar 2020 var íbúum fjarðabyggðar gert kleift að nýta sér gjaldfrjáls afnot Bókasafna á vegum bæjarins. Þetta er liður í læsisátaki sem Fjarðbyggð tekur þátt í.
Hljómsveitin Winter Leaves gaf út sína aðra plötu, „Cold September“ rétt fyrir síðustu jól en áður hafði sveitin gefið út litla EP plötu. Hljómsveitina skipa þau Hannes Valur Bryndísarsson og Soffía Björg Sveinsdóttir fyrrum Héraðsbúi.
Nýlega eftir áramót byrjaði Fjóla Þorsteinsdóttir einkaþjálfari á Fáskrúðsfirði með danstíma fyrir eldri borgara. Hugmyndin kviknaði þegar konur sem voru í leikfimitímum hjá henni sáu innslag í sjónvarpinu um svipaða starfsemi. Þær skoruðu á hana og hún lét ekki skora á sig tvisvar og viðbrögðin hafa verið frábær að hennar sögn.
Sparisjóður Austurlands, sem hét áður Sparisjóður Norðfjarðar, verður 100 ára í ár. Sjóðurinn var stofnaður 2. maí árið 1920 og hóf starfsemi 1. september það ár. Sparisjóðurinn er einn af fjórum á landinu og sá eini á Austurlandi. Viðskiptavinir hans koma allstaðar af landinu.
Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Veðurvaktinni, heldur í kvöld opinn fyrirlestur í Neskaupstað um loftlagsbreytingar og áhrif þeirra á ástandið í sjónum.
Í dag er bóndadagur sem markar upphaf Þorra. Um leið hefst þorrablótatímabilið. Austurfrétt hefur tekið saman yfirlit yfir þorrablót á Austurlandi í ár.
Nýverið tók eskifirska fyrirtækið Tanni Travel á móti gæða- og umhverfisvottun ferðaþjónustunnar, Vakanum. Vottunin gerir utanumhald á rekstri fyrirtækja betra og skilvirkara fyrir starfsfólk og stjórnendur.
Jóhann Sveinbjörnsson, 86 ára áhugakylfingur á Seyðisfirði, er Austfirðingur ársins að mati lesenda Austurfréttar. Jóhann valdi frekar að fara út á golfvöll að æfa sig kvöld eitt í ágúst frekar en horfa á sjónvarpið. Á vellinum heyrði hann köll ungrar konu sem hafði hrapað í fjallinu fyrir ofan og slasast alvarlega. Ekki mátti tæpara standa að henni yrði bjargað.