Það verður sannkallaður toppslagur í Fjarðabyggðarhöllinni á laugardaginn þegar Vestri sækir Leikni Fáskrúðsfirði heim. Liðin skipa tvö efstu sætin í 2. deild nú þegar tvær umferðar eru eftir og má því nánast kalla leikinn úrslitaleik í deildinni.
Starfsmenn Vegagerðarinnar heimsækja hvern einasta vita landsins einu sinni á ári til að yfirfara þá. Eitt stærsta verkefni sumarsins var í Seley í Reyðarfirði og ein skemmtilegasta stundin við Bjarnarey.
Svanhvít Dögg Antonsdóttir Michelsen, oft kölluð Dandý, er í yfirheyrslu vikunnar. Hún stendur í félagi við Jakob bróður sinn fyrir áskorun þessa dagana sem felst í því að hlaupa eða ganga jafn langt á hverjum degi í 100 daga.
Simona Usic, sem á að baki landsleiki með A-landsliði Króatíu, er genginn til liðs við kvennalið Þróttar í blaki. Miklar breytingar eru á hópnum fyrir veturinn.
Hjólreiðaáhugamennirnir Bergur Kári Ásgrímsson og Steinar Óskarsson og stofnuði í vikunni hjólaverkstæði á Reyðarfirði. Strákarnir eru 10 og 12 ára og vilja safna fyrir ferð í sérstakar hjólreiðasumarbúðir í Bandaríkjunum.
Hin tónelska mús Maxímús Músíkús heimsækir Austurland um helgina og kemur fram á tónleikum á barnamenningarhátíðinni Bras með sameinaðri Sinfóníuhljómsveit Austurlands og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Skapari Maximúsar segir músina leiða börn auðveldlega inn í töfraheim tónlistarinnar án áreynslu og með gleði.
Rokktónlist tíunda áratugarins verður gerð skil á tónleikum til styrktar geðheilbrigðissviði Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) í Valaskjálf, Egilsstöðum annað kvöld. Fram kemur ungt austfirskt tónlistarfólk ásamt tveimur landsþekktum söngvurum.
Sjálfbærni frá ýmsum sjónarhornum verður umfjöllunarefni málþings sem haldið verður í Breiðdalssetri á laugardag. Um leið verður rætt um hvernig efla megi íslenskt dreifbýli til framtíðar.