Í ár eru fjörtíu ár liðin frá því að alþjóðlegur jarðfræðileiðangur boraði fyrir slysni niður á heitavatnsæð í Reyðarfirði. Borunin er heimamönnum minnisstæð fyrir ýmissa hluta sakir.
Sífellt fleiri eru farnir að huga að því að draga úr bæði streitu og veraldlegri neyslu í kringum jólin. Í því tilliti er ekki orðið óalgengt að fólk afþakki jólagjafir og gefi sjálft umhverfisvænar gjafir eða styrki hjálparstarf í stað þess að eyða háum fjárhæðum í gjafir. Reyðfirðingurinn Snær Seljan Þóroddsson og sambýliskona hans Sólveig Ásta Friðriksdóttir eru í þessum hópi.
Hinn árlegri jólamarkaður Jólakattarins, sem gjarnan hefur verið kenndur við gróðarmiðstöðina Barra, verður um helgina í húsnæði sem áður hýsti Barra. Viðburðir helgarinnar litast eðlilega af því að jólin eru á næsta leyti.
Hjónin Aðalsteinn Ingi Jónsson og Ólavía Sigmarsdóttir, jafnan kennd við Klaustursel á Jökuldal, hlutu nýverið viðurkenningu Framfarafélags Fljótsdalshéraðs „Frumkvæði til framfara“ sem veitt var á aðalfundi félagsins fyrir skemmstu.
„Okkur líður rosalega vel í dag, við erum orðin barnafjölskylda,“ segir Hulda Guðnadóttir á Reyðarfirði, sem var í viðtali við Austurgluggann fyrir stuttu. Þar sagði hún meðal annars frá erfiðu tækni- og glasafrjóvgunarferli sem þau hjónin gegnu í gegnum sem og ættleiðingarferli sem reyndi verulega á.
„Jólasýningin er uppskeruhátíð fyrir nemendur, hátíðarstund sem búið er að stefna að alla önnina,“ segir Bryndís Fiona Ford, skólameistari Hússtjórnarskólans í Hallormsstað, en þar verður hin árlega jólasýning nemenda haustannar næstkomandi sunnudag. Bryndís er í yfirheyrslu vikunnar.
Margir eru fastheldnir á matarhefðir í kringum jól og ekki er óalgengt að síld sé höfð á borðum á þeim tíma, gjarnan marineruð í kryddlegi eða í kaldri mæjónessósu. Smurbrauðsjómfrúin Tinna Rut Ólafsdóttir á Norðfirði hefur sérstakt dálæti á síld og segir að þjóðin ætti að vera miklu duglegri að leika sér með hana sem hráefni.
„Verkefnið á ég að geyma óopnað fram til ársins 2030, eða í tólf ár, en þá verð ég sjálf 25 ára gömul. Þá get ég séð hvernig ég hugsaði þegar ég var yngri og hvort hugsunin mín varðandi eigin heilsu hafi breyst mikið,“ segir Amalía Malen Rögnvaldsdóttir, 13 ára stelpa ættuð frá Egilsstöðum, um verkefni sem hún vann í skóla sínum í Brussel.
„Ég sat með fólki á veitingastað á dögunum sem er uppalið hér fyrir sunnan og við vorum að ræða hitt og þetta. Ég sagði orðin „eldhúsbekkur“ og „bekkjartuska“ í einhverri setningunni og fólkið bara hváði,“ segir Petra Sif Sigmarsdóttir, frá Reyðarfirði, en hún skrifaði um þessa upplifun sína á Facebook-síðu sinni og uppskar mikil viðbrögð.