Lið Fjarðabyggð bætti stigamet vetrarins í Útsvari þegar það sigraði Vestmanneyjabæ í fyrstu viðureign liðsins á föstudagskvöld, en það lauk keppni með 97 stig.
Að vanda er mikið um að vera í fjórðungnum um helgina og engum ætti að leiðast. Vestfirðingurinn Mugison heldur tónleika í Valaskjálf, Fjarðabyggð keppir í Útsvari og Íslandsmeistarar KR koma í heimsókn í körfuboltanum.
"Það er full vinna á bakvið Geðsjúk," segir Tara Ösp Tjörvadóttir, en hún hefur verið áberandi í fjölmiðlum undanfarið í baráttu sinni að kveða niður tabú geðsjúkdóma. Tara Ösp er í yfirheyrslu vikunnar.
Finnski listamaðurinn Krista Ruohonen, sem dvelur í gestastofu Skriðuklausturs í nóvember, leitar eftir viðhorfum Austfirðinga á skartgripalínu sem hún hefur hannað út frá hugmyndum sínum um Ísland. Hún segist vilja fá álit almennings á listinni þannig hægt sé að þróa listaverk sem bæði fjöldanum og listamanninum líki.
Tónlistarkonan Björt Sigfinnsdóttir, sem kemur fram undir listamannsnafninu Fura, gaf í byrjun vikunnar út sína fyrstu plötu en svo skemmtilega vill til að hún valdi sama útgáfudag og móðir hennar fyrir 17 árum. Lag sem hún syngur nýtur vinsælda á Spotify og hafin er annasöm tónleikahelgi á Airwaves.
Útilistaverkið Tvísöngur, sem er skammt ofan við fiskiðjuna á Seyðisfirði, er nefndur fyrstur í upptalningu bresks tímarits yfir tíu byggingar með einstakan hljómburð.