Kynslóðaskipti hafa orðið í liði Fjarðabyggðar í spurningaþættinum Útsvari sem mætir til leiks í kvöld. Mikil stemming er í herbúðum mótherjanna úr Ásahreppi sem efna til rútuferðar í sjónvarpið.
Tæknidagur fjölskyldunnar verður haldinn í Verkmenntaskóla Austurlands laugardaginn 8. Nóvember næstkomandi. Í ár markar þessi dagur tímamót í menntunar- og nýsköpunarsögu Austurlands því „Fab Lab Austurland“ verður formlega opnað.
Tónlistarhátíðin Vegareiði verður haldin í tíunda sinn í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Í gegnum árin hafa tugir hljómsveita stigið á stokk og að þessu sinni spila sex hljómsveitir.
Til atkævðagreiðslu kom um tímasetningu bæjargöngu á Dögum myrkurs á síðasta fundi menningarmálanefndar Vopnafjarðarhrepps. Einn fulltrúinn var á móti tillögu meirihluta nefndarinnar.
Gítarleikarinn Svanur Vilbergsson, flautuleikarinn Hildur Þórðardóttir og mezzósópransöngkonan Erla Dóra Vogler halda tónleika á þremur stöðum á Austurlandi í næstu viku sem Þrír klassískir Austfirðingar. Þau frumflytja meðal annars verk eftir austfirsk tónskáld.
Nemar á lokaári úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands opna samsýninguna SOÐ næstkomandi laugardag í Skaftfelli á Seyðisfirði. Sýningin er afrakstur tveggja vikna námskeiðs í samstarfi við Dieter Roth Akademíuna, Skaftfell - myndlistarmiðstöð Austurlands og Tækniminjasafn Austurlands.
„Ég leitaði einskis ...og fann" sem er fyrsta bók ljóðskáldsins Hrafnkels Lárussonar er í fimmta sæti á nýjasta metsölulista bóksölunnar Eymundsson. Bók Gísla Pálssonar um Hans Jónatan, þrælinn sem varð bóndi við Djúpavog, er einnig á listanum.