Nýtt ferðakort af Austurlandi

austurland ferdakortMarkaðssvið Austurbrúar/Upplýsingamiðstöð Austurlands hefur gefið út nýtt kort af Austurlandi (Map of East Iceland) fyrir árið 2014-2015. Sú nýbreytni er í ár að á bakhliðinni er að finna hugmyndir að skemmtilegum dagleiðum í landshlutanum.

Lesa meira

Heldur upp á fertugsafmælið með útgáfuhófi

sigga lara sigurjons xl me13Út er komin bókin Of mörg orð; þroskasaga tiltölulega ungrar konu í góðæri eftir Sigríði Láru Sigurjónsdóttur. Höfundurinn heldur upp á fertugsafmæli sitt með útgáfuhófi í kvöld.

Lesa meira

Ferðalög: Umgengni ferðamanna í fjallaskálum fer versnandi

faskrudsfjardarlina 07032014 webUmgengni ferðamanna í fjallaskálum hefur farið versnandi undanfarin misseri. Stöðugt færist í vöxt að dyrum og gluggum sé ekki lokað þegar hópar yfirgefa skála og hefur það leitt til stórskemmda þegar snjóar inn. Almennri umgengni og hreinlæti ferðamanna í fjallaskálum fer einnig aftur. Að ýmsu er að huga fyrir ferðalög um páska.

Lesa meira

Sumarmálagleði í Hjaltalundi

hjaltalundurKvenfélagið Björk í Hjaltastaðaþinghá stendur á morgun fyrir sinni árlegu sumargleði. Meðal skemmtiatiðra verða gamanmál, listsýning og brot úr leiksýningu.

Lesa meira

KPMG styrkir Hammondhátíð Djúpavogs

KPMG-Hammond-hatid-480x400KPMG er einn af aðalstyrktaraðilum Hammond-hátíðar á Djúpavogi sem hefst eftir viku. Hátíðin komst á laggirnar 2006 og var í haust tilnefnd til Eyrarrósarinnar.

Lesa meira

Franskt nafn á Hafnargötu?

franski spitali 20102013Fjarðabyggð hefur nú til skoðunar hugmyndir um breytingar á nafni Hafnargötu á Fáskrúðsfirði. Við handa stendur meðal annars Franski spítalinn sem til stendur að opna í byrjun sumars sem hótel.

Lesa meira

Framlag brottfluttra rannsakað: Heima er þar sem eyjahjartað slær

9351539703 1faea79521 bNorrænt rannsóknarverkefni á fjárhags-, félags- og menningarlegu virði þess framlags sem brottflutt ungt fólk leggur til við ýmis menningarverkefni og viðburði á heimaslóðum hefur hlotið 10 milljóna króna styrk frá Nordregio – Nordic Demographic Programme 2013-2014. Að verkefninu standa sveitarfélagið Vágur í Færeyjum, CRT á Borgundarhólmi, menningarráð Vesterålen og Austurbrú – Miðstöð menningarfræða. Aðeins sex verkefni hlutu styrk að þessu sinni en Norræna ráðherranefndina fjármagnar sjóðinn.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar