Nemendur í Verkmenntaskóla Austurlands virðast meðal þeirra sem mestum framförum taka í íslenskum framhaldsskólum. Betra virðist vera að bjóða upp á sem fjölbreyttast nám heldur en mikla áherslu á bóknám.
Sjötíu ár eru í dag síðan þýskar orrustuflugvélar sökkti olíubirgðaskipinu El Grillo á Seyðisfirði en flak þess liggur á um 45 metra dýpi. Olía úr skipinu hefur valdið töluverðum spjöllum á lífríki Seyðisfjarðar í gegnum tíðina.
Myndlistarsýningin Twin City opnar á horninu við Ölduna á Seyðisfirði klukkan 15:00 í dag. Að sýningunni standa listamenn frá Noregi, Danmörku og Íslandi. Hún sameinar Seyðisfjörð og Melbu í Noregi sem annars eru aðskildir með 1500 km millibili sem er opið haf.
Nú þegar þrjár vikur eru liðnar af raunveruleikaþáttunum The Biggest Loser Ísland sem sýndur er á SkjáEinum hefur Borgfirðingurinn Sigurður Jakobsson misst 11,3 kg af þyngd sinni, alls 8% af upphaflegri líkamsþyngd.
Háskóla- og rannsóknasvið Austurbrúar hefur tekið sem tölfræðilegar upplýsingar um nemendur í fjarnámi á Austurlandi. Alls eru 158 nemendur á skrá, þarf af eru 66% konur. Um þessar mundir er einnig verið að kanna vilja og þarfir starfandi kennara á öllum skólastigum fyrir símenntun.
Eru þau eitthvað að virka þessi 10 geðorð á ísskápnum? Hvernig nýtast þau? Geta forvarnir í geðrækt haft áhrif á atvinnuþátttöku? 6. og 7. febrúar nk. munu Héðinn Unnsteinsson, frumkvöðull Geðræktar og Elín Ebba Ásmundsdóttir iðjuþjálfi verða með uppstand um geðorðin 10 og námskeið um geðrækt og atvinnuþátttöku. Báðir viðburðir eru ókeypis og öllum opnir.
Tíu ár er í dag liðin síðan kafari fann lík Litháans Vaidas Jucevicius við netagerðarbryggjuna í Neskaupstað. Í fyrstu var talið að um kaldrifjað morð hefði verið að ræða og nokkurn tíma tókst að komast á rétta slóð.
Kvikmyndatökuliðið sem starfar að gerð Fortitude-þáttanna hefur gert gamla frystihúsið á Reyðarfirði að aðalbækistöð sinni. Framleiðslustjóri hjá Pegasus segir íbúa staðarins hafa tekið hópnum „lygilega vel."
Höfundur: Gunnar Gunnarsson/Örvar Jóhannsson • Skrifað: .
Liðið 0% englar frá Brúarásskóla á Fljótsdalshéraði fór með sigur af hólmi í tækni- og hönnunarkeppni grunnskólanemenda sem haldin var í Reykjavík síðastliðinn laugardag. Fimm verðlaun af sjö féllu í skaut austfirskra skóla.