Aðsóknarmet var slegið á Austurfrétt í síðustu viku samkvæmt tölum frá samræmdri vefmælingu. Umferð um vefinn hefur aukist jafnt og þétt síðustu mánuði.
Verkmenntaskóli Austurlands mætir Kvennaskólanum í Reykjavík í annarri umferð spurningakeppni framhaldsskólanna um næstu helgi. Lið Menntaskólans á Egilsstöðum féll úr leik gegn Fjölbrautarskóla Suðurnesja í gær.
Nemendur í grunnskóla Borgarfjarðar eystri keppast nú við að lesa sem mest. Þeir tóku áskorun kennara skólans en eftir því sem nemendurnir lesa fleiri síður því lengra verður skólaferðalagið í vor.
Árið 2014 er ár átaka og hreinsana, árið þegar ljósið sigrar myrkrið, árið sem eyðingarorka víkur fyrir uppbyggingu. Árið sem blekkingin víkur fyrir sannleika og raunveruleikinn blasir við.
Austfirska hljómsveitin Dúkkulísurnar fékk hæsta styrkinn þegar úthlutað var úr Hlaðvarpanum, menningarsjóði kvenna á Íslandi, í síðustu viku. Til stendur að gera heimildamynd um sveitina.
Íslenska kvikmyndafyrirtækið Pegasus hefur hafið undirbúning að tökum á bresk/bandarísku sjónvarpsþáttunum Fortitude á Reyðarfirði. Austfirðingar hafa tekið vel í að verða aukaleikarar í þáttunum. Tökurnar fara að mestu fram á Reyðarfirði, en einnig á Eskifirði, Egilsstöðum og hugsanlega víðar.
Feðgarnir Friðþór Harðarson og Sigurður Friðþórsson eru Austfirðingar ársins 2013 að mati lesenda Austurfréttar. Þeir björguðu sjö manna fjölskyldu út úr brennandi húsi í Berufirði í byrjun nóvembermánaðar.
Rafdúettinn Good Moon Deer, skipaður Seyðfirðingnum Ívari Pétri Kjartanssyni og Fáskrúðsfirðingnum Guðmundi Inga Úlfarssyni er fulltrúi Íslands í norrænni tónleikaferð með þremur öðrum sveitum sem hefur viðkomu í þremur löndum.
Húsfyllir var á Kaffi Egilsstöðum og mikil stemming í salnum þegar fyrsti þátturinn af The Biggest Loser var forsýndur þar í gærkvöldi. Njarðvíkingurinn Sigurður Jakobsson er þar á meðal keppenda.