Austurvarp: Hvað gerir Austfirðinga hamingjusama?

hamingjukosningFjölþjóðlegi listahópurinn Hello!Earth hefur síðustu daga staðið fyrir kosningum til Hamingjuráðuneytis Fljótsdalshéraðs. Niðurstöðurnar verða kynntar við Snæfellsstofu á sunnudag þar sem hópurinn býður gestum í 100 sálna súpu.

Lesa meira

Leitar að munum sem tengjast Kaupfélaginu Fram

hakon hildebrand 0008 webHákon Guðröðarson, framkvæmdastjóri Hildebrand Hótel, leitar nú dyrum og dyngjum að munum sem bera merki Kaupfélagsins Fram, sem starfaði á Norðfirði, eða samvinnuhreyfingunni. Munirnir eiga að skreyta hótelbar sem opnar innan skamms í húsnæðinu sem hýsti áður aðalstöðvar Fram.

Lesa meira

Völva Austurfréttar 2014: Ísland

volvumynd webVölva Austurfréttar spáir því að ríkisstjórn Íslands muni springa á miðju kjörtímabili. Þjóðin glímir við heilsuleysi, skerta heilbrigðisþjónustu og eiturlyfjavanda sem meðal annars stafar af breyttu skemmtanamynstri þjóðarinnar. Enn er eftir að gera upp við daður fyrri ríkisstjórnar við Evrópusambandið og auðmenn sem fyrir hrun gerðu þjóðinni til bölvunar á eftir að draga til ábyrgðar. Enn vaða þeir uppi sem hafa eigin hagsmuni að leiðarljósi. Bæta þarf úr vegakerfinu og aðgengi að ferðamannastöðum sem eru undir miklu álagi vegna aukinnar umferðar.

Lesa meira

Völva Austurfréttar 2014: Útlönd

volvumynd webEfnavopn hafa skelfilegar afleiðingar fyrir heimsbyggðina alla og mengun vegna iðnaðar hefur alvarleg áhrif á líf fólks um víða veröld. Þetta er meðal þes sem fram kemur í þriðja og síðasta hluta spár völvu Austurfréttar fyrir árið 2014.

Lesa meira

Velkomin um borð í skipið ykkar – Myndir

vardskip thor sfk 0015 webFjöldi gesta nýtti sér boð um að skoða varðskipið Þór í Seyðisfjarðarhöfn á laugardag. Skipverjar buðu gesti velkomna í skipið þeirra enda Þór í eigu ríkisins.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.