Sunna Ross sigraði í Barkanum – Myndir

barkinn 2014 0003 webSunna Ross, nítján ára frá Eiðum, sigraði í Barkanum, söngkeppni Nemendafélags Menntaskólans á Egilsstöðum sem haldin var fyrir skemmstu. Sunna keppir þar með fyrir hönd NME í Söngkeppni framhaldsskólanna síðar í vor.

Lesa meira

Tvö austfirsk söfn á meðal viðurkenndra safna á Íslandi

safnahus egs 0008 webTækniminjasafn Austurlands og Minjasafn Austurlands eru á meðal 39 safna sem hlotið hafa viðurkenningu mennta- og menningarmálaráðherra samkvæmt nýjum safnalögum. Viðurkenningin staðfestir að starfsemin fullnægi faglegum gæðakröfum.

Lesa meira

Litla hryllingsbúðin frumsýnd í kvöld: Plantan reyndi að éta leikarann - Myndir

hryllingsbud 1 khDjúpið, leikfélag Verkmenntaskóla Austurlands, frumsýnir í kvöld söngleikinn Litlu hryllingsbúðina. Leikstjóri verksins segir um að ræða einhverja umfangsmestu uppfærslu á söngleik sem ráðist hafi verið í á Austurlandi. Mannætuplanta er fyrirferðamikil í verkinu og viðurkennir leikstjórinn að hún hafi verið til vandræða á æfingum.

Lesa meira

Austurvarp: Stefna að því að afgreiða 8000 bollur á bolludaginn

sesam braudhus lotta eyjolfur 0003 webStarfsmenn Sesam brauðhúss á Reyðarfirði stefna að því að baka og afgreiða allt að átta þúsund bollur á bolludaginn. Segja má að unnið sé allan sólarhringinn alla vikuna fyrir bolludaginn. Flesta daga er mætt upp úr miðnætti og unnið fram á næsta dag en í gærkvöldi var byrjað enn fyrr að baka.

Lesa meira

Metvika á Austurfrétt: Yfir 20.000 notendur

AusturfrettNýtt aðsóknarmet var slegið á Austurfrétt í síðustu viku, aðra vikuna í röð. Ríflega 20.000 einstakir notendur heimsóttu vefinn og flettingar voru yfir 100.000.

Lesa meira

Tónleikar til styrktar fjölskyldu Guðnýjar Helgu

djupivogur 280113 0018 webTónleikafélag Djúpavogs stendur annað kvöld fyrir tónleikum til styrktar fjölskyldu Guðnýjar Helgu Baldursdóttur sem lést um áramótin langt um aldur fram eftir skammvinn veikindi.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.