Fimm austfirskir veitingastaðir taka þátt í bleiku kvöldi Krabbameinsfélags Íslands á fimmtudagskvöld. Boðið er upp á bleikan matseðil og rennur allt af 20% af verði hans til styrktar austfirsku krabbameinsfélögunum.
Átakið „Út að hlaupa“ hófst á Seyðisfirði á þriðjudag í tilefni hreyfiátaksins Move Week og 100 ára afmælis íþróttafélagsins Hugins. Forsprakki átaksins segir bæjarbúa taka vel í hugmyndina en markmiðið er að hver og einn leggi að baki 100 km leið fram að jólum.
Riff, alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, er ekki einskorðuð við höfuðborgarsvæðið. Myndir af hátíðinni verða sýndar á þremur stöðum á Austurlandi á næstu vikum.
Vinavika Kýros, æskulýðsfélags Hofsprestakalls hófst í gær en vikan er nú haldin í fjórða sinn. Vikan hófst í gær með vinabíói en í dag var undirritaður vinasamningur við Vopnafjarðarhrepp.
Nýnemar við Menntaskólann á Egilsstöðum voru nýverið boðnir velkomnir í skólann með hinni hefðbundnu busun. Hápunktur hennar var ferð um „drullubrautina“ sem er þrautabraut skammt neðan við skólann.
Nemendur Brúarásskóla fengu nýverið viðurkenningu fyrir framlög sín í SAMFELLU, forkeppni félagsmiðstöðvanna á Fljótsdalshéraði fyrir SAMAUST, hátíð félagsmiðstöðva á Austurlandi.
Vel á annað hundrað gestir mættu á herrakvöld sem haldið var í gamla frystihúsinu á Reyðarfirði í síðustu viku. Yfir hálf milljón króna safnaðist til góðgerðarsamtaka á kvöldinu.
Bandaríski fulltrúadeildarþingmaðurinn Alan Grayson eyddi hluta af sumarfríi sínu á Austfjörðum. Talsmaður þingmannsins segir Ísland eftirlætis sumarleyfisstað hans.