Framkvæmdastjóri Landssambands sauðfjárbænda segir einstakt að kindur lifi áttatíu daga grafnar undir snjó. Hann kveðst ekki muna eftir slíku tilviki í seinni tíð. Skjalfestar heimildir greina frá Fannar-Höttu sem lifði af átján vikna vist undir snjó.
Hjólaði úr Fellabæ og gekk á Snæfell
Aðalsteinn Aðalsteinsson yngri frá Vaðbrekku, gekk á Snæfell síðasta sumar með stórfjölskyldunni. Það væri vart í frásögu færandi, nema fyrir það að áður en hann gekk á fjallið ásamt foreldrum sínum 75 og 80 ára, systkinum, tengdafólki og afkomendum þeirra, hjólaði hann 90 kílómetra leið úr Fellabæ inn í Snæfellsskála.
Bæjarstjórnin söng í Leikskóla er gaman: Myndband
Bæjarfulltrúar Fljótsdalshéraðs tóku áskorun leikskólabarna af deildinni Tjarnarbæ/Skógarbæ um að syngja á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi. Bæjarfulltrúarnir sungu hið vinsæla Í leikskóla í gaman.
Milljarður reis upp í VA
Nemendur og starfsfólk Verkmenntaskóla Austurlands tók þátt í átakinu „Milljarður rís upp: Upprætum ofbeldi gegn konum og stúlkum!“ á föstudaginn þegar menn hittust í matsal skólans og dönsuðu í hádeginu,
Glettur að austan tilnefndar til Edduverðlaunanna
Sjónvarpsþátturinn Glettur á N4 hefur verið tilnefndur til Eddunnar í flokki frétta- eða viðtalsþátta. Umsjónarmaður þáttarins er Gísli Sigurgeirsson, tæknimenn Elvar Guðmundsson, Árni Þór Theodórsson, Ágúst Ólafsson og Hjalti Stefánsson.
Leikskólabörn sungu fyrir bæjarstjórann: Myndband
Leikskólabörn af Tjarnarbæ/Skógarbæ heimsóttu bæjarskrifstofur Fljótsdalshéraðs í morgun í tilefni af degi leikskólans. Bæjarstjórinn tók á móti þeim í fundarsal bæjarstjórnar og útskýrði hvernig bæjarstjórnarfundir fara fram.
Lið Egilsstaða meistari í spurningakeppni fermingarbarna þriðja árið í röð
Úrslit í spurningakeppni fermingarbarna á Austurlandi 2012-2013 fóru fram sunnudaginn 10. febrúar í Eskifjarðarkirkju og voru hluti af dagskrá æskulýðsmótsins í Fjarðabyggð um helgina. Keppnin var hörð og spennandi og úrslitin réðust ekki fyrr en í síðustu spurningu!
Gleði, fjör og hæfileikaríkir unglingar á æskulýðsmóti á Reyðarfirði
Um 100 unglingar og leiðtogar þeirra frá 10 stöðum á Norður- og Austurlandi hittast á árlegu æskulýðsmóti kirkjunnar sem haldið verður Reyðarfirði um helgina og boðið verður upp á fjölbreyttar smiðjur og verkstæði.
Nýdönsk og Dúndurfréttir staðfesta komu sína á Hammondhátíð
Hljómsveitirnar Nýdönsk og Dúndurfréttir hafa staðfest komu sína á Hammondhátíð Djúpavogs sem fram fer síðustu helgina í apríl.