Dægurlagadraumar: Tónleikaröð á Austurlandi
Fimm austfirskir tónlistarmenn standa um þessa helgi og þá næstu fyrir fimm tónleikum sem bera yfirskriftina “Dægurlagadraumar.”
Fimm austfirskir tónlistarmenn standa um þessa helgi og þá næstu fyrir fimm tónleikum sem bera yfirskriftina “Dægurlagadraumar.”
LungA, listahátíð ungs fólks á Austurlandi, lauk á laugardag með risatónleikum og uppskeruhátíð. Almennt gekk hátíðin vel en tvær kærur vegna líkamsárása á lokakvöldinu hafa verið lagðar fram.
Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson hélt í gærkvöldi sína sextándu tónleika á átján dögum í Fjarðaborg á Borgarfirði eystri. Stefnan er að halda átján tónleika og á Jónas því enn eftir tónleika í kvöld og á morgun.
Jónas tók þar lagið Rangur maður, sem hann gerði frægt með Sólstrandargæjunum, að beiðni gesta og sagði frá því hvernig línur á borð við „Af hverju var ég fullur á virkum degi“ hafa ferðast víðar en þeim var ætlað í upphafi.
Agl.is var á staðnum og fangaði stemminguna.
Fjölskylduhátíðin Álfaborgarsjens fer fram á Borgarfirði eystra næstkomandi helgi. Þetta er í 19. skiptið í röð sem hátíðin er haldin sem gerir hana að einni elstu Verslunarmannahelgarhátíð á meginlandinu.
Jónas Sigurðsson hélt í gærkvöldi sína sextándu tónleika á átján kvöldum í Fjarðaborg, Borgarfirði eystri. Að vanda var fjöldi góðra gesta á tónleikunum sem brotnir voru upp með ljóðalestri og trommubardaga.
Hinn árlegi Hrafnkelsdagur verður haldinn á söguslóðum Hrafnkels sögu Freysgoða á laugardaginn, 4. ágúst, af Félagi áhugamanna um söguslóðir Hrafnkelssögu og söguferðamennsku á Héraði.
Jónas Sigurðsson segist lítið finna fyrir þreytu þrátt fyrir að hafa lokið sextán tónleikum á átján dögum í Fjarðaborg á Borgarfirði eystri. Ný orka komi með tónleikagestum á hverju kvöldi. Tónleikaröðin hefur verið vinsælli en hann óraði fyrir og áform um annað sem hann ætlaði að gera á meðan dvölinni stæði eru farin út um þúfur.
Leikfélag Fljótsdalshéraðs frumsýnir á morgun hið sígilda leikverk Pétur og úlfinn í útileikhúsinu í Selskógi í leikstjórn Péturs Ármannssonar. Stærsta áskorunin á æfingatímabilinu hefur verið að glíma við veðurfarið sem menn hafa minni stjórn á en inni í hefðbundnu leikhúsi.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.