Gítarleikarinn Svanur Vilbergsson, söngkonan Erla Dóra Vogler og flautuleikarinn Hildur Þórðardóttir halda þrenna tónleika á Austurlandi fyrir páskana á Stöðvarfirði, Norðfirði og Egilsstöðum.
Efnisskráin samanstendur af blandaðri tónlist fyrir gítar, söng og þverflautu en áhersla er lögð á hljómfagra spænska tónlist.
Höfundur: fjölmiðlahópi Ungs fólks og lýðræðis 2012 • Skrifað: .
Um eitt hundrað ungmenni úr öllum landshornum eru samankomin á ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði sem haldin er á Hvolsvelli um helgina. Ungmennin hafa meðal annars fengið fræðslu um mannréttindi, hópefli og gildi sjálfboðaliðavinnu.
Norðfirska stuðbandið Súellen hefur sent frá sér nýtt lag sem heitir Hraðinn og lífið. Lagið er það fyrsta frá hljómsveitinni í sjö ár og hið fyrsta af væntanlegri breiðskífu. Það er eftir gítarleikarann Bjarna Kristjánsson en textinn eftir söngvarann Guðmund Rafnkel Gíslason.
Ekki er vitað til þess að nokkur hafi látið blekkjast af aprílgabbi Austurgluggans um að Clint Eastwood væri að leita að leikurum í nýjustu stórmynd sína sem tekin yrði á Austurlandi. Boðað var til prufa á Hótel Héraði í gær.
Tug þúsund króna söfnuðust til styrktar Umhyggju, styrktarfélagi langveikra barna, á firmamóti í knattspyrnu sem haldið var í blíðskaparveðri á Fellavelli í gær.
Unglingar í æskulýðsfélaginu Kýros á Vopnafirði söfnuðu í síðustu viku 65 þúsund krónum til styrktar hjálparstarfi í þágu þrælabarna á Indlandi með kaffisölu í framhaldi af árlegri æskulýðsmessu í Vopnafjarðarkirkju um 150 manns mættu til messunnar.
Íbúar á Breiðdalsvík eru hvattir til að taka til hendinni og snyrta í kringum sig fyrir komandi sumar. Hreppsskrifstofan flytur á nýjan stað eftir helgi. Ráða þarf nýjan skólastjóra í grunnskólann frá og með næsta skólaári.
Haldið var upp á alþjóðlega Downs-heilkennisdaginn í Seyðisfjarðarskóla í gær. Ástæðan fyrir þessari dagsetningu er sú að fólk með Downs-heilkenni hefur þrjá litninga á 21. litningapari.
Leikfélag Menntaskólans á Egilsstöðum hefur nú hafið sýningar á Konungi Ljónanna í leikstjórn Unnars Geirs Unnarssonar. Með aðalhlutverk fara meðal annars Ásbjörn Þorsteinsson, Helgi Týr Tumason, Sandra Sif Karlsdóttir og Telma Lind Sveinsdóttir. Leikritið, sem flestum er kunnugt úr safni Walt Disneys, fjallar um ljónsungan Simba sem lendir í ýmsum hrakningum á leið sinni í gegn um lífið.