Brjánsi endurfæddur
Brjánsi virtist endurfæddur á frumsýningu Djúpsins á leikritinu Sódóma Reykjavík! í kvöld í Egilsbúð.
Brjánsi virtist endurfæddur á frumsýningu Djúpsins á leikritinu Sódóma Reykjavík! í kvöld í Egilsbúð.
Virðing hf. hefur í samstarfi við fjárfesta lokið langtímafjármögnun vegna umfangsmesta verkefnis sem Minjavernd hefur ráðist í utan höfuðborgarsvæðisins. Verkefnið felst í endurbyggingu sögufrægra húsa á Fáskrúðsfirði, sem staðsett verða í þyrpingu við sjóinn. Verður Franski spítalinn frá 1903 þar í öndvegi, en húsið var að hruni komið enda verið í niðurníðslu í nær hálfa öld.
Ráðstefnan „Ungt fólk og lýðræði“ verður haldin dagana 29. – 31. mars á Hótel Hvolsvelli. Þema ráðstefnunnar að þessu sinni verður ungt fólk og fjölmiðlar. Ungmennafélag Íslands hefur ávallt lagt áherslu á lýðræðislega þátttöku ungs fólks og vandað hefur verið til dagskrár ráðstefnunnar. Þetta er í þriðja sinn sem þessi ráðstefna er haldinn en áður hefur hún verið á Akureyri og Laugum í Dalasýslu.
Skráning hljómsveita í Músiktilraunir 2012 hófst í dag. Magar austfirskar hljómsveitir hafa spreytt sig í keppninni í gegnum tíðina.
Þann 20. janúar síðastliðinn voru sjötíu ár liðin síðan heimilisfólkið við Eskifjörð björguðu yfir fjörutíu breskum hermönnum sem farið höfðu gangandi frá Reyðarfirði yfir fjöllin til Eskifjarðar.
Tölvufíkn er vaxandi vandamál í heiminum sem verið er að takast á við. Algengara virðist verða að unglingar vaki frameftir í tölvuleikjum og mæti þreyttir og jafnvel seint í skólann daginn eftir.
Leikritið Baðstofan eftir Gunnar Ragnar Jónsson var frumsýnt á Reyðarfirði í kvöld.
Aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið verður hætt skyndilega á árinu 2012, sem völva Agl.is kallar ár vonar. Mikið umrót verður í íslenskum stjórnmálum þar sem útlit er fyrir að þrír af foringjum fjórflokksins svokallaða færi sig yfir á annan vettvang. Endurheimtur á fjármunum úr bankahruninu ganga hægt. Þetta er meðal þess sem fram kemur í sjöunda og síðasta hluta spárinnar.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.