Náttúruverndarsamtök Austurlands standa á morgun fyrir vorráðstefnu á
Hótel Framtíð á Djúpavogi. Bláklukkan, náttúruverndarviðurkenning NAUST
verða þar veitt í fyrsta sinn fyrir frábær störf að náttúrufræðum og
náttúruverndarmálum.
Þórólfur Sigjónsson og Guðný Vésteinsdóttir, foreldrar barna í Hallormsstaðarskóla, fengu Dugnaðarforkaverðlaun Heimilis og skóla sem afhent voru á aðalfundi samtakanna í Reykjavík í gær. Þórólfur og Guðný fá verðlaunin fyrir sjálfboðaliðastarf á tímum fjárskorts og öfluga og virka þátttöku í skólastarfinu.
Hammond-hátíð á Djúpavogi hófst í gærkvöldi með tónleikum ASA-tríósins
og Tónleikafélags Djúpavogs. Fjölbreyttir viðburðir eru í boði utan
tónleika um helgina.
Stórtónleikar til minningar um gítarleikarann Þröst Rafnsson verða
haldnir í Egilsbúð í Neskaupstað í kvöld. Fram koma fyrrverandi
nemendur, samstarfs- og samferðamenn hans í tónlistinni jafnt heimamenn
sem brottfluttir.
Tónlistarveisla byggð á ferli Björgvins Halldórssonar verður frumsýnd í
Valaskjálf. Forsprakki tónleikanna segir hópinn ekki hafa haft hugmynd
um stórafmæli söngvarans á þessu ári þegar undirbúningurinn hófst.
Í kvöld, föstudaginn 27. maí, verður skemmtikvöld á vegum Leikfélags Fljótsdalshéraðs í Valaskjálf. Húsið opnar klukkan 20:00 og skemmtunin hefst klukkan 21:00. Sérstakt tilboð verður á barnum hjá Gísla frá 20:00 til 21:00.
Myndlistarsýningin „Þetta vilja börnin sjá!“ opnaði í Sláturhúsinu á
Egilsstöðum í morgun. Á sýningunni gefur að líta myndskreytingar úr
nýútkomnum íslenskum barnabókum. Markmiðið er að beina athyglinni að
gildi myndskreytinga í barnabókum.
Listahátíðin List án landamæra opnar í Sláturhúsinu á Egilsstöðum
klukkan 14:00 í dag. Af því tilefni verður dagskrá í húsinu fram á
kvöld. Dagskráin er eftirfarandi.