Unglingarnir í Vopnafjarðarkirkju stóðu í ströngu á sunnudaginn með því
að setja punktinn yfir Vinavikunna 2011 á Vopnafirði. Þar voru hendur
látna standa fram úr ermum. Vopnfirðingar fjölmenntu í kirkjuna og þáðu
veitingar sem unglingarnir buðu upp á. Einnig gengu þau í öll hús á
Vopnafirði og buðu fram aðstoð sína við heimilisverkin.
Vinavikan er nú haldin í annað skiptið af unglingunum í æskulýðsfélagi
Hofsprestakalls – Kýrosi. Á meðan vikunni stendur munu unglingarnir
standa fyrir fjölbreyttri dagskrá, ýmsum viðburðum og óvæntum uppákomum.
Jazzhátíð Egilsstaða á Austurlandi (JEA) er elsta jazzhátíð landsins og
hefur verið haldin undanfarin 23 ár. Hátíðin í ár var að venju fjölbreytt og
skemmtileg og voru tónleikastaðir eins og síðustu ár Egilsstaðir,
Seyðisfjörður og Neskaupstaður.
Nýtt myndband hins rétt ríflega tvítuga Djúpavogsbúa Skúla Andréssonar hefur vakið mikla athygli. Skúli, sem stundar nám í Kvikmyndaskóla Íslands, dvaldi heima á Djúpavogi í seinustu viku og safnaði skotum í myndbandið. Myndbandið, sem er aðgengilegt á YouTube, hefur gengið manna á milli á samskiptavefnum Facebook og vakið sterk viðbrögð Austfirðinga.
Tvær vinjettuhátíðir verða haldnar í Fjarðabyggð um helgina. Heimamenn
lesa upp úr verkum Ármanns Reynissonar ásamt höfundinum og sjá einnig um
hljóðfæraslátt.
Leikfélag Fljótsdalshéraðs frumsýnir í kvöld, föstudaginn 21. október, leikritið Finnski hesturinn eftir Sirkku Peltola. Verkið er gamanleikrit þar sem ísköld kaldhæðnin drýpur af hverju strái. Með leikstjórn fer Ásgeir Sigurvaldason. Leikfélagið fagnar 45 ára afmæli sínu í ár og er því sýningin sannkölluð afmælishátið.