Dagskrá Bræðslunnar tilkynnt: Óskarsverðlaunahafi mætir í sumar
Írski óskarsverðlaunahafinn Glen Hansard verður meðal gesta á tónlistarhátíðinni Bræðslunni í sumar. Kunnugleg andlit í formi Jónasar Sigurðssonar og Hjálma koma einnig í heimsókn. Hátíðin verður í sumar haldin í sjöunda sinn helgina 22. – 24. júlí.