Írski óskarsverðlaunahafinn Glen Hansard verður meðal gesta á
tónlistarhátíðinni Bræðslunni í sumar. Kunnugleg andlit í formi Jónasar
Sigurðssonar og Hjálma koma einnig í heimsókn. Hátíðin verður í sumar
haldin í sjöunda sinn helgina 22. – 24. júlí.
Kajakræðararnir Rian Manser og Dan Skinstad, sem hófu ferð sína á kajak umhverfis Ísland um miðjan mars, komu til Austfjarða um helgina og róa meðfram austurströndinni næstu daga.
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs leggst alfarið gegn hugmyndum um að þeim
fjármunum sem ráðstafað hefur verið til menningarsamninga sveitarfélaga
verði ætlað að standa að einhverju leiti undir safnastarfsemi á
landsbyggðinni.
Ævintýramennirnir Riaan Manser og Dan Skinstad, sem róa á kanó umhverfis
Ísland, fengu byr í bakið út fyrir Austfjörðum í gær. Svo mikill var
belgingurinn að þeir urðu viðskila um stund.
Einstök mynd náðist af Lagarfljótsorminum í Egilsstaðavík í gærmorgun.
Ormurinn virðist hafa komið upp úr kafi sínu til að skoða sólina en 15°C
hiti hefur verið á Egilsstöðum seinustu daga og sól. Spáð er að veðrið
haldist þannig fram yfir helgi.
Erindi eftir Leó Kristjánsson um silfurberg á Austurlandi, notkun þess
og mikilvægi á heimsvísu verður flutt í Breiðdalssetri á Breiðdalsvík
föstudaginn 29. apríl kl. 12:15.
Kammerkór Egilsstaðakirkju heldur tónleika í Egilsstaðakirkju í dag. Á
efniskránni er Messa í G dúr, KV 49 og Te deum, KV 141, eftir Mozart auk
fleiri laga.
Þessa dagana er sýningin "Sumarmál" opin í Vegahúsinu í Sláturhúsinu. Þar sýnir Ingunn Þráinsdóttir plöntuteikningar og textílhönnun í tengslum við listamannadvöl sína í Vesterålen í norður-Noregi haustið 2010.