Augnablik: Lög við ljóð Hákons Aðalsteinssonar komin út á disk
Hljómsveitin Nefndin hefur sent frá sér geisladiskinn Augnablik, sem inniheldur lög við ljóð Hákonar Aðalsteinssonar, en Hákon hefði orðið 75 ára í sumar.
Hljómsveitin Nefndin hefur sent frá sér geisladiskinn Augnablik, sem inniheldur lög við ljóð Hákonar Aðalsteinssonar, en Hákon hefði orðið 75 ára í sumar.
Einn fremsti píanóleikari Íslendinga, Víkingur Heiðar Ólafsson, verður með tónleika í Kirkju- og menningarmiðstöðinni í Fjarðabyggð í dag. Þar spilar hann verk eftir Bach, Chopin auk eigin útsetningar á íslenskum sönglögum. Tónleikarnir hefjast klukkan 16:30.
Myndbandið við lag Jóns Bjarka Stefánssonar "Nú er ég kominn heim" hefur hlotið þó nokkra athygli á vefnum. Myndbandið, við lagið sem sigraði í Sönglagakeppni Ormsteitis, segir í léttum dúr frá manni sem kemur heim í Egilsstaði. Myndbandið má sjá hér.
Leikfélag Fljótsdalshéraðs frumsýnir í kvöld gamanleikritið Einn koss enn og ég segi ekki orð við Jónatan eftir Marc Camoletti sem samdi til að mynda leikritið Sex í sveit. Leikstjórar verksins segjast sjaldan hafa unnið með jafn hláturmildum hópi leikhúsfólks.
Landinn, nýr frétta- og þjóðlífsþáttur Ríkisútvarpsins, fer í loftið í kvöld. Þar verða fluttar fréttir og sagðar sögur af fólkinu í landinu.Meðal efnis í kvöld er fréttaskýring Rúnars Snæs Reynissonar um fólksflutninga af landsbyggðinni.
Aðalfundur Samtaka Eiðavina verður haldinn í Alþýðuskólanum á Eiðum á morgun klukkan 14:00.
Æskulýðsfélag Hofsprestakalls, Kýros, hefur í vikunni staðið fyrir vinaviku með ýmsum viðburðum og óvæntum uppákomum.
Dans- og tónverk sem listamennirnir Megan Harrold og Charlie Rauh hafa unnið að síðustu vikur í gestaíðbúðinni á Skriðuklaustri verður frumflutt í Snæfellsstofu á morgun.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.