Skeytasendingar vegna snjómoksturs

Bréf hafa seinustu vikur gengið milli sveitarstjórna Djúpavogs- og Breiðdalshrepps. Ástæðan er ályktun sveitarstjórnar Djúpavogshrepps um að færa vetrarþjónustu af Breiðdalsheiði yfir á Öxi.

 

Lesa meira

Snarpar hviður í Öræfasveit

Búast má við mjög snörpum vindhviðum í Öræfasveit og NV-lands, að sögn Veðurstofunnar. Norðaustan og austan 8-15 metrar á sekúndu eru víðast hvar á landinu en 13-18 m/s norðvestanlands og með suðausturströndinni. Síðdegis lægir suðaustanlands en áfram verður hvassviðri norðvestantil á landinu. Búist er við rigningu með köflum en slyddu eða snjókomu til fjalla  en úrkomulítið á Norðurlandi og austanlands um hádegi. Hiti verður 1 til 8 stig, hlýjast suðaustanlands. 

Lesa meira

Ánægja með fyrirhugaða matvælaframleiðslu á Breiðdalsvík

Sveitarstjórn Breiðdalshrepps samþykkti á fundi sínum 16. janúar síðastliðinn að lýsa ánægju með þá uppbyggingu sem nú á sér stað á vegum félagsins Festarhalds varðandi áform um matvælavinnslu í frystihúsinu á Breiðdalsvík. Sigurjón Bjarnason á Egilsstöðum fer fyrir hópi áhugasamra aðila um slíka matvælavinnslu þar og er verið að hleypa hugmyndinni af stokkunum.

breidalsvk_vefur.jpg

Lesa meira

Ásókn í sjóði Fljótsdælinga

Tvær fjárbeiðnir frá hlutafélögum og hugmyndir um atvinnuuppbyggingu á svæðinu voru á dagskrá fyrsta fundar sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps á árinu.

 

Lesa meira

Norsk-íslensk síld unnin á vöktum

Norsk-íslensk síld er nú unnin á vöktum í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar hf. Það var færeyska skipið Fagraberg FD-1210 sem kom með um 1.400 tonn til vinnslu. Vinnsla hófst síðustu nótt og stendur fram á laugardag. Á vef SVN kemur fram að starfsmenn fiskiðjuversins taki þessari sendingu frá vinum vorum Færeyingum fegins hendi meðan beðið er eftir að loðnuvertíð fari í gang.

fagraberg201.jpg

Lesa meira

Fljótsdalshérað í skuldabréfaútboð

Bæjarráð Fljótsdalshérað hefur afráðið að sveitarfélagið fari í allt að þriggja milljarða króna skuldabréfaútboð í samræmi við lánsfjárþörf Fljótsdalshéraðs næstu þrjú árin.

Á fundi bæjarráðs 14. janúar síðastliðinn kynntu bæjarstjóri og fjármálastjóri viðræður sem fram hafa farið við fjármálastofnanir í tengslum við lánsfjármögnun fyrir sveitarfélagið. Samþykkti bæjarráð í framhaldi að undirbúningur skyldi hafinn að skuldabréfaútboði.

merkid.jpg

Kyndistöð á Hallormsstað

Um allnokkurt skeið hefur verið unnið að undirbúningi tilraunaverkefnis í húshitun á Hallormsstað. Áætlað er að setja upp tæknivædda kurlkyndistöð sem sér grunnskólanum, íþróttahúsinu, sundlauginni, Hússtjórnarskólanum, hóteleiningu og nokkrum íbúðarhúsum á staðnum fyrir kyndingu, en undirbúningur er nú á lokastigi.

kyndist.jpg

Lesa meira

Mikil aðsókn í nám hjá FAS

Lokið er skráningu til náms í Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu, FAS, á nýhafinni önn. Alls eru skráðir 340 nemendur við skólann. Aðeins einu sinni áður hafa verið fleiri nemendur en það var á haustönn 2007 þegar þeir voru 360 og þar af um 130 í skipstjórnarnámi. Þá voru aðstæður nokkuð sérstakar því um áramótin 2007-2008 breyttust lög um skipstjórnarnám.

 

rafmagnsfraedi_t.jpg

Lesa meira

Fljótsdalshérað gerist aðili að Evrópusáttmála um jafnrétti

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur samþykkt að sveitarfélagið gerist aðili að Evrópusáttmála um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum og héruðum. Var tillaga þar um samþykkt samhljóða á fundi bæjarstjórnar um miðjan janúar.

04_16_18---people-on-the-move_web.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar