Magna Fannberg var í dag sagt upp störfum sem þjálfari 1. deildarliðs
Fjarðabyggðar í knattspyrnu. Frá þessu var greint í fjölmiðlum seinni
partinn. Ástæður samvistarslitanna hafa ekki verið gefnar út
opinberlega en von er á yfirlýsingu frá málsaðilum um hádegi á morgun.
Franskir dagar hefjast á Fáskrúðsfirði í dag og standa til sunnudags.
Hópur Veraldarvina frá Frakklandi hafa undanfarna daga undirbúið
hátíðina með heimamönnum.