Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Breiðdalsvík verður opnað formlega á morgun. Í Gamla barnaskólanum á Eskifirði opnar listasýning og víða verður haldið upp á þjóðhátíðardaginn með einum eða öðrum hætti.
Hjónin Sölvi Aðalbjörnsson og Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir frá Egilsstöðum fögnuðu sunnudaginn 6. júní 70 ára brúðkaupsafmæli sínu en það telst járnbrúðkaup.
Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir, sellóleikari, er á ferð um landið til að leika einleikssvítur Johanns Sebastians Bach. Hún spilar í Gamla kaupfélaginu á Breiðdalsvík á þjóðhátíðardaginn, 17. júní.
Birna Pétursdóttir hlaut í vikunni Grímuverðlaunin sem leikkona ársins í aukahlutverki en hún leikur Daða dreka í söngleiknum Benedikt búálfi hjá Leikfélagi Akureyrar.
Deildarmyrkvi frá sólu sést hérlendis að morgni fimmtudagsins. Tunglið hylur þó mismikinn hluta sólarinnar eftir því hvar á landinu fylgst er með honum.