„Hollt og gott að senda meiri kærleik út í heiminn“

Kærleiksdagar voru haldnir öðru sinni í Verkmenntaskóla Austurlands í síðustu viku. Markmið dagana er að safna fé til kærleiksríks málefnis sem nemendur velja. Pieta, forvarnarsamtök gegn sjálfskaða og sjálfsvígum, varð fyrir valinu í ár og söfnuðust rúmar 160 þúsund krónur.

Lesa meira

Eldhúsyfirheyrslan: Lærði ung að baka vandræði!

Borgfirðingurinn Eyrún Hrefna Helgadóttir er mætgæðingur vikunnar að þessu sinni. Hún starfar á Minjasafni Austurlands og rekur kaffishúsið Fjóshornið á Egilsstöðum með manni sínum á sumrin.  Eyrún er í yfirheyrslu vikunnar. 

Lesa meira

Nýta nútímatækni til að skrásetja hreindýr

Náttúrustofa Austurlands (NA) opnaði nú á dögunum hreindýravefsjá sem ætlað er að halda utan um skráningu á hagagöngu hreindýra. Þetta auðveldar fólki til muna að veita upplýsingar um hvar hreindýrin halda sig og hvenær.

Lesa meira

Úthlutað úr minningarsjóði Ágústar Ármanns

Útlhlutað var úr minningarsjóði Ágústar Ármanns á dögunum. Þetta er í fjórða sinn sem úthlutað er úr sjóðnum. Í ár hlutu þau Þorvaldur Örn Davíðsson, Júlíus Óli Jacobsen og María Bóel Guðmundsdóttir styrk.

Lesa meira

Kom að brúðguma um borð í hjólaskóflunni

Steinþóri Guðna Stefánssyni, framkvæmdastjóra Austurverks, varð heldur undrandi þegar hann kom að hjólaskóflu sinni á þriðjudag og hugðist fara að moka veginn yfir Fjarðarheiði. Í ökumannshúsi vélarinnar hitti hann fyrir erlendan ferðamann sem reyndist uppábúinn í brúðarfötum.

Lesa meira

Tími til að læra ítölsku? Si, ovviamente!

Ítalía er reglulega í huga fólks, hvort sem það er að elda ítalskan mat eða afboða skíðaferðina sem fjölskyldan átti bókaða í vor. Hvað sem því líður auglýsir Verkmenntaskóli Austurlands ítölskunámskeið sem opin eru öllum og byrja á morgun, þriðjudaginn 3. mars. 

Lesa meira

Hans Klaufi kemur austur

Leikhópurinn Lotta verður mun sýna Hans Klaufa hér á Austurlandi nú í vikunni. Þau munu sýna Djúpavogi, Neskaupstað, Vopnafirði og á Egilsstöðum. Um er að ræða glænýja leikgerð af þessu vinsæla leikriti en þau sýndu það fyrst árið 2010. 

Lesa meira

Upprisu orgelsins fagnað í kvöld 

Í janúarmánuði fór fram gagnger hreinsun, viðgerð og stilling á pípuorgeli Egilsstaðakirkju og er það því orðið eins og nýtt. Verkið unnu þau Björgvin Tómasson orgelsmiður og kona hans, Margrét Erlingsdóttir rafvirki. Af því tilefni verður fagnað með orgel- og söngkvöldi í kirkjunni í kvöld, 5. mars kl. 20:00.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar