Pálína Waage hafði kjark til að ögra karlaveldinu

Sigríður Matthíasdóttir, sagnfræðingur á Seyðisfirði, er að leggja lokahönd á bók um Pálínu Waage, athafnakonu á Seyðisfirði. Saga Pálínu sem viðskiptakonu er um margt athygliverð á tímum þar sem takmarkaðar heimildir eru þátttöku kvenna í atvinnu-og viðskiptalífi.

Lesa meira

Tæpar tvær milljónir söfnuðust í Styrkleikunum

Tæpar tvær milljónir söfnuðust í Styrkleikunum, áheitagöngu sem gengin er í sólarhring til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands, á Vilhjálmsvelli um helgina. Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Austfjarða segir helgina hafa tekist afar vel.

Lesa meira

Gefandi að vinna með listamanni á heimsmælikvarða

Framundan er síðasti sýningardagur Rasks, sýningar rithöfundarins Ingunnar Snædal og Agnieszku Sosnowsku ljósmyndara í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Ingunn segir sérstakan heiður að fá að vinna með Agnieszku, sem fengið hefur alþjóðlega athygli fyrir ljósmyndir sínar að undanförnu.

Lesa meira

Hreint ágæt berjaspretta þrátt fyrir rysjótta tíð í sumar

Nóg er af aðalbláberjum, bláberjum og krækiberjum víða á Austurlandi þrátt fyrir heldur rysjótta sumartíð og hreint og beint vetrarhret í byrjun júní. Berin ekki ýkja stór en því bragðbetri að sögn „sérfræðings.“

Lesa meira

Veitingastaður við golfvöllinn í Ekkjufelli

Bætt hefur verið verulega í þjónustu og þar með upplifun golfiðkenda á Ekkjufellsvelli, félagssvæði Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs. Þar var í sumar opnaður veitingastaðurinn Tíunda.

Lesa meira

Hressir við gamlar tölvur og afhendir félagsþjónustunni

Tölvuþjónustan Lögurinn á Egilsstöðum hefur hrundið af stað átaksverkefni þar sem óskað er eftir tölvu og tölvubúnaði sem hætt er að nota. Fyrirtækið frískar upp á búnaðinn og afhendir félagsþjónustu Múlaþings til notkunar hjá skjólstæðingum hennar. Fyrstu vélarnar voru afhentar nýverið.

Lesa meira

Varðstjórinn sem tryllti lýðinn

Hljómsveitin Gildran kom saman á ný í ár eftir hlé og spilaði á nokkrum tónleikum, meðal annars Bræðslunni. Hljómsveitin kemur upphaflega úr Mosfellsbæ en einn meðlima hennar hefur búið lengi á Austurlandi. Það er bassaleikarinn Þórhallur Árnason á Eskifirði sem starfar sem aðalvarðstjóri hjá lögreglunni.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar