Kyrrðarstund í Egilsstaðakirkju vegna forvarnardags sjálfsvíga
Tíundi september ár hvert er Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga sem bæði er helgaður baráttu gegn sjálfsvígum en ekki síður til að minnast þeirra er fallið hafa fyrir eigin hendi. Deginum verður gert hátt undir höfði bæði með sérstakri kyrrðarstund í Egilsstaðakirkju annað kvöld og með fyrirlestri á neðri hæð Heilsugæslunnar á Egilsstöðum eftir hádegið.