Félagsmiðstöðin Ný-ung á Egilsstöðum og Snorri Emilsson, forsprakki gleðigöngunnar á Seyðisfirði, fengu heiðursverðlaun Hinsegin Austurlands sem veitt voru á Regnbogahátíð félagsins um síðustu helgi.
Mark Rohtmaa-Jackson lauk í vor fyrsta ári sínu sem skólastjóri LungA lýðháskólans á Seyðisfirði, en hann tók við starfinu í október í fyrra. Mark hafði áður verið sýningarstjóri IMT nýlistagallerísins í London frá árinu 2005 og segist kunna vel við sig á Seyðisfirði.
Gleðigangan Hýr halarófa á Seyðisfiðri fagnar tíu ára afmæli sínu um helgina. Um leið efnir Hinsegin Austurland til Regnbogahátíðar með viðburðum á Seyðisfirði og Héraði.
Myndir úr safni kvikmyndatökumannsins Þórarins Hávarðssonar verða sýndar á sunnudag á afmælisdegi Eskifjarðar í tilefni af bæjartíðinni Útsæðinu. Hátíðin hefst í dag.
Ísfisktogarinn Gullver hefur lengi verið gerður út frá Seyðisfirði og þar ýmsir heimamenn fengið eldskírn sína á sjó gegnum tíðina. Einn þeirra er einn nýrra eigenda Skaftfells bistró, Garðar Bachmann Þórðarson, sem gerði sér lítið fyrir og skellti sér á sjó með Gullveri um tveggja ára skeið sem kokkur.
Samtímalistasýningin Rúllandi snjóbolti 16 stendur nú yfir á Djúpavogi. Þar má finna verk eftir listamenn frá Íslandi, Kína, Hollandi og fleiri löndum, en þó líka verk sem er smíðað sem listaverk en er nytjahlutur á sýningunni.
Vök Baths við Urriðavatn á Fljótsdalshéraði fagna fimm ára afmæli sínu um þessar mundir. Framkvæmdastjóraskipti urðu hjá fyrirtækinu um áramótin þegar Kristín Dröfn Halldórsdóttir tók við af Aðalheiði Ósk Guðmundsdóttur.
Frá árinu 2020 hafa hjónin Guðni Þórðarson og Þorbjörg Ásbjörnsdóttir (Obba) á Lynghól í Skriðdal framleitt vörur úr geitamjólk. Þau segja viðtökurnar hafa verið framúrskarandi.
Björn Hafþór Guðmundsson á Stöðvarfirði vinnur nú að útgáfu sinnar fyrstu hljómplötu, kominn vel yfir sjötugt. Björn Hafþór hefur til þessa verið kunnari fyrir kveðskap sinn en kveðst gjarnan hafa raulað fyrir munni sér laglínur við textana. Þeir mynda grunninn að væntanlegri hljómplötu.