Netnotkun og samfélagsmiðlar voru aðalumræðuefni ungmennaþings Múlaþings í ár. Ungmennin gera sér grein fyrir að notkunin geti verið skaðleg en telja eðlilegra að bregðast við með leiðbeiningum en bönnum.
Meðalaldur útgerðarmanna smábáta hefur farið hækkandi undanfarin misseri. Formaður félags smábátasjómanna á Norðausturlandi lýsir áhyggjum af skorti á nýliðun í greininni.
Miðasala hefur aldrei farið jafn hratt af stað á árlega tónleika sem haldnir eru til styrktar geðheilbrigðismálum á Austurlandi. Popptónlist níunda áratugarins verður í forgrunni tónleikanna sem haldnir verða í Valaskjálf á laugardagskvöld.
Óvíða en að Hjarðarhaga á Jökuldal má sjá jafn mörg gömul mannvirki sem gerð hafa verið upp að hluta eða í heild. Þorvaldur P. Hjarðar er maðurinn að baki uppbyggingunni en hann segir að aðeins með þessum hætti sé hægt að viðhalda og vernda merkum hluta íslenskrar sögu.
Tiltölulega stór áfangi náðist austanlands í byrjun ársins þegar Verkmenntaskóli Austurlands í Neskaupstað hóf á að bjóða upp á skipstjórnar- og vélarvarða, en undanfarin hafa áhugasamir þurft að taka slíkt nám í höfuðborginni. Aðsóknin fyrstu önnina var framar vonum.
Fyrir þremur til fjórum árum síðan stunduðu einar fimmtán konur á Vopnafirði sjósund nokkuð reglubundið að sumarlagi. Kvarnastð hefur töluvert úr þeim hópi síðan en þær sem eftir eru hafa reynt að kveikja neistann á ný.
Bátur Jóhannesar Sveinssonar Kjarval, Gullmávurinn, er í miðju nýrrar sýningar um málarann sem opnuð verður í Sláturhúsinu á Egilsstöðum á morgun. Sýningin er hluti af Ormsteiti sem hefst um helgina.
Eldri hjón frá Bandaríkjunum vilja koma á framfæri þökkum til íbúa á Djúpavogi fyrir einskæra hjálpsemi í heimsókn þeirra þangað fyrir skemmstu. Íbúinn fann fyrir þau glataðan farsíma en án hans hefði ferð hjónanna orðið töluvert snúnari.
Gerður G. Óskarsdóttir, fyrrum skólastjóri Gagnfræðaskóla Neskaupstaðar og fyrsti skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands, var í hópi þeirra kvenna sem stofnuðu Rauðsokkahreyfinguna, baráttuhóp fyrir jafnrétti kynjanna, upp úr 1970. Gerður flutti austur fljótlega eftir að hreyfingin var stofnuð og hélt áfram uppteknum hætti þar. Hún var meðal frummælanda á nýafstaðinni ráðstefnu um kvenna- og kynjasögu á Austurlandi þar sem hún rifjaði þessa tíma upp.