


Une Misére, Vintage Caravan og Vicky stóðu upp úr á Eistnaflugi
Hljómsveitirnar Une Misére, Vintage Caravan og Vicky áttu bestu tónleikana á nýafstöðnu Eistnaflugi að mati dómnefndar Austurgluggans. Margir fögnuðu áherslu á íslenskar hljómsveitir en settu um leið spurningamerki við hversu vel Egilsbúð væri í stakk búin fyrir hátíðina.
Gleði og gaman á LungA - Myndir
Listahátíðinni LungA á Seyðisfirði lauk um helgina með stórtónleikum og uppskeruhátíð. Austurfrétt var meðal þeirra sem mættu á svæðið og fangaði stemminguna.
Alcoa styrkir hreinsun stranda í Fjarðabyggð
Samfélagssjóður Alcoa hefur veitt tæplega fjögurra milljóna styrk til hreinsunar á strandlengju Fjarðabyggðar. Sjálfboðaliðar frá Fjarðaáli hafa að auki tekið þátt í verkefninu.
Fáskrúðsfirðingum þykir vænt um Franska daga
Dagskrá bæjarhátíðar Fáskrúðsfirðinga, Franskra daga, hófst í gærkvöldi þótt hátíðin verði ekki sett formlega fyrr en annað kvöld. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar segist hlakka til að sjá afrakstur undirbúningsvinnunnar.
Töfrar af öllu litrófinu á uppskeruhátíð LungA
Afrakstur listasmiðja sem verið hafa í gangi á LungA hátíðinni á Seyðisfirði verður sýndur klukkan fimm í dag. Skipuleggjendur hátíðarinnar segja hana hafa gengið vel þótt þeir hefðu kosið betra veður í vikunni.
Geirfuglar, Íslandsmótið í limbó og fullar frænkur
Hljómsveitin Geirfuglarnir slær upp hlöðuballi í Havarí að Karlsstöðum í Berufirði á föstudagskvöld, hinu fyrsta sem sveitin heldur á Austurlandi. Í för með sveitinni verða fleiri atrið bæði til upphitunar og niðurkælingar.
Efniviður í listaverkin af ruslahaugunum
Endurnýting efniviðar í listsköpun var áberandi á uppskeruhátíð listahátíðarinnar LungA á föstudag. Leiðbeinendur í listasmiðjum vikunnar beindu þátttakendum markvisst inn á þær brautir.