„Nóg pláss fyrir alla sem vilja koma og skemmta sér með okkur”

Páll Óskar, Sólmundur Hólm, Hreimur Örn Heimisson og Einar Ágúst Víðisson er meðal þeirra sem skemmta gestum á Vopnaskaki sem haldið verður á Vopnafirði um helgina. Dagskráin verður formlega verður fimmtudag og stendur fram á sunnudagskvöld.

Lesa meira

Æfingin kemur úr sólarkaffi Leiknis

Sigrún Steindóttir frá Dölum í Fáskrúðsfirði fór í dag með sigur af hólmi í keppni í pönnukökubakstri á Landsmóti UMFÍ fyrir 50 ára og eldri sem fram fer í Neskaupstað um helgina.

Lesa meira

Leikur allar plötur sínar á fjórum kvöldum í Fjarðarborg

„Þetta er gamall draumur að rætast. Eftir að ég var með tónleikamaraþonið í Fjarðarborg sumarið 2012 hefur mig alltaf langað að gera eitthvað svipað aftur,” segir tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson, sem verður með tónleikaröðina Frá malbikinu til Milda hjartans í Fjarðarborg á Borgarfirði vikuna fyrir Bræðslu þar sem hann flytur allar sínar fjórar breiðskífur á jafn mörgun kvöldum.

Lesa meira

Helgin: Svínavatnið og beikonís í Fjarðarborg annað kvöld

„Auðvitað erum við að vísa í samfélagssvínin sem áætlað er að komi hingað á Borgarfjörð og kannski grínast aðeins með það,” segir Ásgrímur Ingi Arngrímsson, einn af vertunum í Fjarðarborg, en annað kvöld verður sannkölluð svínaveisla í bænum þar sem meðal annars verður boðið upp á beikonís.

Lesa meira

„Samtakamátturinn er mikill“

Gönguhópur undir merkjum „Enn gerum við gagn“ lauk ætlunarverki sínu fyrir rúmri viku þegar gengið var um Mjóafjörð. Hópurinn sem skipaður er göngugörpum úr félögum eldri borgara í Fjarðabyggð og á Djúpavogi hóf gönguna í maí og hefur nú gengið 350 kílómetra, frá Þvottárskriðum í suðri til Dalatanga í norðri.

Lesa meira

Yfirheyrslan: Vildi geta stöðvað tímann

Kristbjörg Mekkín Helgadóttir, nemi við Menntaskólann á Egilsstöðum, mun flytja erindi á árlegum fundi Sameinuðu þjóðanna um heimsmarkmiðin í New York um miðjan júlí. Kristbjörg Mekkín er í yfirheyrslu vikunnar.

Lesa meira

Þótti vanta tímarit á borð við Æskuna og ABC

Fyrsta tölublað barna- og ungmennatímaritsins HVAÐ er komið út en mæðgurnar Ágústa Margrét Arnardóttir og Vigdís Guðlaugsdóttir á Djúpavogi voru gestir í Föstudagsþættinum á N4 fyrir skömmu og sögðu frá áherslum blaðsins sem og því hvernig hugmyndin að því kviknaði.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar