


Æfingin kemur úr sólarkaffi Leiknis
Sigrún Steindóttir frá Dölum í Fáskrúðsfirði fór í dag með sigur af hólmi í keppni í pönnukökubakstri á Landsmóti UMFÍ fyrir 50 ára og eldri sem fram fer í Neskaupstað um helgina.
„Fyrst við erum komin austur á land þá förum við til Færeyja“
Meðal keppenda á Landsmóti UMFÍ fyrir 50 ára og eldri, sem fram fer í Neskaupstað um helgina, er vaskur hópur Ísfirðinga. Þau eru komin nokkuð langt að heiman og ákváðu fyrst þau hefðu lagt land undir fót að til Færeyja í leiðinni.
Leikur allar plötur sínar á fjórum kvöldum í Fjarðarborg
„Þetta er gamall draumur að rætast. Eftir að ég var með tónleikamaraþonið í Fjarðarborg sumarið 2012 hefur mig alltaf langað að gera eitthvað svipað aftur,” segir tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson, sem verður með tónleikaröðina Frá malbikinu til Milda hjartans í Fjarðarborg á Borgarfirði vikuna fyrir Bræðslu þar sem hann flytur allar sínar fjórar breiðskífur á jafn mörgun kvöldum.
Helgin: Svínavatnið og beikonís í Fjarðarborg annað kvöld
„Auðvitað erum við að vísa í samfélagssvínin sem áætlað er að komi hingað á Borgarfjörð og kannski grínast aðeins með það,” segir Ásgrímur Ingi Arngrímsson, einn af vertunum í Fjarðarborg, en annað kvöld verður sannkölluð svínaveisla í bænum þar sem meðal annars verður boðið upp á beikonís.
Berjast fyrir því að Hans Jónatan verði lýstur frjáls maður
Afkomendur Hans Jónatans, fyrsta blökkumannsins sem vitað er að hafi sest að á Íslandi, hafa hafið baráttu fyrir því að dönsk stjórnvöld lýsi því yfir að hann hafi verið frjáls maður en ekki þræll.
„Samtakamátturinn er mikill“
Gönguhópur undir merkjum „Enn gerum við gagn“ lauk ætlunarverki sínu fyrir rúmri viku þegar gengið var um Mjóafjörð. Hópurinn sem skipaður er göngugörpum úr félögum eldri borgara í Fjarðabyggð og á Djúpavogi hóf gönguna í maí og hefur nú gengið 350 kílómetra, frá Þvottárskriðum í suðri til Dalatanga í norðri.
Yfirheyrslan: Vildi geta stöðvað tímann
Kristbjörg Mekkín Helgadóttir, nemi við Menntaskólann á Egilsstöðum, mun flytja erindi á árlegum fundi Sameinuðu þjóðanna um heimsmarkmiðin í New York um miðjan júlí. Kristbjörg Mekkín er í yfirheyrslu vikunnar.