Pólar: Vilja kynna Stöðvarfjörð fyrir fólki og fólk fyrir Stöðvarfirði

IMG 4102Á morgun hefst listahátíðin Pólar á Stöðvarfirði og stendur yfir fram á sunnudag. Pólarhátíðin var haldin í fyrsta sinn árið 2013 í samstarfi við þorpshátíðina Maður er manns gaman og er markmið hátíðarinnar að kynna Stöðvarfjörð fyrir fólki og fólk fyrir Stöðvarfirði.

Lesa meira

Vinir keyra hringinn á tveimur dráttarvélum: Hver einasti maður veifar okkur

traktorar barnaheill 0004 webVika er síðan vinirnir Karl Friðriksson og Grétar Gústavsson lögðu upp í hringferð um landið á tveimur Massey Ferguson dráttarvélum. Þeir komu við á Egilsstöðum í dag og buðu leikskólabörnum að skoða vélarnar auk þess sem þeir ræddu við þau um mikilvægi vináttunnar.

Lesa meira

Sýna úrval listaverka í eigu Seyðisfjarðarkaupstaðar

skaftfell landslaghjartansWoodpigeon og Teigur Magnússon verða aðalnöfnin á Bulsuveislu á Karlsstöðum í Berufirði á sunnudagskvöld. Í Skaftfelli á Seyðisfirði er síðasta sýningarhelgi Landslags hjartans sem er framlag listamiðstöðvarinnar til 120 ára afmælis Seyðisfjarðarkaupstaðar og í Sláturhúsinu á Egilsstöðum opnar farandsýningin „Veggir úr sögu kvenna."

Lesa meira

Odee opnar samtímalistasýningu á Eskifirði

i MG 8342Listamaðurinn Odee, eða Oddur Eysteinn Friðriksson, opnar nýja sýningu sína í Dahlshúsi á Eskifirði í dag. Á sýningunni, sem stendur yfir til 19. júlí, gerir Odee upp viðburðaríkt fyrsta ár sitt sem listamaður. Hann verður með opið hús frá 17-22 og býður austfirðingum öllum að líta við, kynnast austfirskri samtímalist og þiggja léttar veitingar.

Lesa meira

Binda fyrir augu tónleikagesta

eskifjordur tonlistarhusTónleikaröðin Allt-öðruvísi hádegistónleikar hefur hafið göngu sína annað árið í röð en tónleikarnir eru í hádeginu alla miðvikudaga frá 1. júlí til 12. ágúst í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði.

Lesa meira

Eldri borgarar taka til hendinni: Viljum fá alvöru verkefni

gamlingjar selskogur 0006 webFélagar úr félagi eldri borgara á Fljótsdalshéraði hafa undanfarna snyrt svæðið í kringum útileikhúsið í Selskógi. Þeir stefna á að taka að sér fleiri verkefni í sjálfboðavinnu fyrir samfélagið.

Lesa meira

Norsk-íslenskur gítarkvartett á ferð um Austurland: Tónleikar í Egilsstaðakirkju í kvöld

Björgvin Gítarkvartett 1Björgvin Gítarkvartett frá Bergen í Noregi, sem skipaður er Fellbæingnum Öystein Magnús Gjerde og þremur ungum norskum gítarleikurum, hefur verið á ferð og flugi um landið síðustu daga. Nú eru þeir komnir austur á land og spila á sumartónleikum Egilsstaðakirkju í kvöld kl. 20, í Djúpavogskirkju á laugardag kl. 17 og á Pólar Festival á Stöðvarfirði þriðjudaginn 7. júlí kl. 20.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar