Kaffihúsið Bókakaffi í Fellabæ fagnaði í dag fimm ára afmæli sínu. Salurinn var troðfullur í hádeginu þegar boðið var upp á kótelettur í raspi upp á eins hefðbundinn máta og hægt er.
Nemendur sem annað hvort hafa stundað nám í austfirskum framhaldsskólum eða eiga ættir sínar að rekja austur voru víða heiðraðir fyrir góðan námsárangur við útskriftir háskólanna fyrir skemmstu.
Í dag eru 35 ár liðin frá því að Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands, fyrst kvenna til að vera kjörin þjóðarleiðtogi í almennri kosningu. Af því tilefni voru tré gróðursett víða um land, meðal annars á Austurlandi.
Svandís Egilsdóttir, skólastjóri og listamaður á Borgarfirði eystra, tók nýverið þátt í sýningu fjögurra íslenska grafíklistakvenna í grafíksetri í Óðinsvéum í Danmörku.
Vopnaskak, bæjarhátíð Vopnafjarðar, verður haldin næstu helgi. Meðal viðburða verða hagyrðingakvöld, Hofsball með hljómsveitinni Buff og tónleikar með Mannakornum.
Staðarhaldarar í Fjarðarborg á Borgarfirði eystra segja sumarið fara vel af stað. Líkt og í fyrra er boðið upp á tónleika með landskunnum tónlistarmönnum um hverja helgi fram að Bræðslu.
Kammerhópurinn Stilla er á ferð um Austurland þessa dagana og byrjar tónleikaröð sína í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í kvöld kl. 20:00. Á morgun verður hópurinn með tónleika í Bláu Kirkjunni á Seyðisfirði og á föstudagskvöld verða tónleikar í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði.
Fjölmargir viðburðir af ýmsum toga verða á Austurlandi um helgina, svo margir raunar að þeir sem þjást af valkvíða eiga eflaust erfitt með að gera upp við sig hvert skal halda. Hér að neðan er yfirlit um það helsta sem stendur Austfirðingum og þeim sem eru gestkomandi í landshlutanum til boða.