Garðar er fæddur og uppalinn á Eskifirði, en hélt suður til Reykjavíkur til tónlistarnáms fyrir þremur árum. Hann var að útskrifast úr Tónlistarskóla FÍH í vor og heldur útskriftartónleika sína í Tónlistarmiðstöð Austurlands, á Eskifirði, í kvöld kl. 20:00 Einnig treður hann upp á Jazzhátíð Egilsstaða á Austurlandi á morgun í Valaskjálf.
Í ár eru 120 ár frá því að Seyðisfjörður hlaut kaupstaðarréttindi og verður þeim tímamótum fagnað með veglegri afmælisdagskrá á staðnum sem stendur frá fimmtudegi fram á sunnudag.
Tónverkið Keðjusagablús fyrir fjórar keðjusagir og olíutunnur var flutt öðru sinni á Skógardeginum mikla á Hallormsstað um helgina. Tónskáldið segir hollt að nota sagirnar í fleira en að höggva tré.
Héraðsmaðurinn Sigurður Ormarsson hafði hvorki lagt stund á hjólreiðar né hlaup þegar nemi hans skoraði á hann að hjóla hringinn um kringum Ísland. Lið þeirra í hjólreiðakeppni Wow, Den-Ice ormarnir, brunaði í gegnum Egilsstaði í kvöld.
Austurbrú hefur ásamt samstarfsaðilum á Borgundarhólmi í Danmörku, Suðurey í Færeyjum og Vesterålen í Noregi unnið að viðamikilli rannsókn þar sem leitast er við að kortleggja virði brottflutts ungs fólks til heimahaganna í gegnum menningarviðburði. Rannsóknin gekk undir heitinu „Heima er þar sem Eyjahjartað slær" og lauk nýverið.
Kvenréttindadeginum var að venju fagnað hjá Alcoa Fjarðaáli þann 19. Júní, en rúmlega tvö hundruð konur á Austurlandi þáðu boð fyrirtækisins að koma og fagna deginum ásamt starfsfólki.
Hátt í sextíu konur tóku þátt í prjónagöngu Soroptimistaklúbbs Austurlands. Gengið var úr fjórum áttum að Egilsstaðakirkju til að halda upp á 100 ára kosningarétt kvenna á Íslandi.