Kvennréttindadeginum og 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna er fagnað um land allt í dag og er Austurland þar engin undantekning. Fjölmargir aðrir viðburðir verða einnig í fjórðungnum um helgina.
Í tilefni kvennafrídagsins og 100 ára afmælis kosningarréttar kvenna þótti tilvalið að fá Jóhönnu Hallgrímsdóttur í yfirheyrslu vikunnar, en hún var áberandi í bæjarpólitíkinni á Reyðarfirði um árabil.
Tónlistarstundir í Egilsstaðakirkju og Vallaneskirkju hefja göngu sína 18. júní nk. en stundirnar hafa verið árviss viðburður í tónlistarlífi Austurlands frá árinu 2002.
Eins og Austurfrétt greindi frá í vikunni, þá er Egilsstaðamærin og verkfræðineminn, Elísabet Erlendsdóttir, nýkjörinn formaður Stúdentafélags Háskólans í Reykjavín (SFHR).
Miðbæjartorgið á Seyðisfirði mun á morgun hljóta nafnið Sólveigartorg til heiðurs fyrsta kvenbæjarfulltrúa Seyðisfjarðarkaupstaðar. Haldið verður upp á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á morgun.
Tvær heimildamyndir af ólíkum toga verða frumsýndar á Austurlandi í kvöld. Önnur þeirra fjallar um hljómsveitina Dúkkulísurnar en hin fjallar um knattspyrnulið UMFB á Borgarfirði eystra og gengi þeirra í utandeildinni síðastliðið sumar.