Það kannast margir við Guðrúnu Veigu Guðmundsdóttur sem er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mikill námshestur, hún heldur úti vinsælu bloggi, skrifar pistla í Fréttatímann og var með matreiðsluþætti á istv. Nýjasta rósin í hnappagat þessar fjölhæfu konu er matreiðslubókin, Nenni ekki að elda sem kom út í lok nóvember. Austurfrétt heyrði í Guðrúnu og spurði hana einfaldlega hvað er að frétta?
Jólakötturinn, jólamarkaður Barra verður haldinn í níunda skiptið laugardaginn 13. desember næstkomandi að Valgerðarstöðum í Fellum. Hann verður opinn frá kl. 12 – 16.
Poppsérfræðingurinn Gunnar Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni, hefur birt á heimasíðu sinni lista yfir meðal annars bestu íslensku hljómplötur ársins 2014, sem senn er á enda.
Alls bárust tæplega 80 lög í Jólalagakeppni Rásar 2 þetta árið. Sérstök dómnefnd hefur nú valið tíu þeirra sem keppa munu til úrslita, en tvö af þeim eru flutt af tónlistamönnum að austan.
Í jarðfræðisetrinu Breiðdalssetri er þessa dagana fylgst náið með rannsókn evrópsku geimrannsóknastofnunarinnar ESA á halastjörnunni 67P. Markmið leiðangursins er meðal annars að rannsaka upphaf lífs á jörðinni.
Eins og Austurfrétt greindi frá fyrir helgi er jólalagakeppni Rásar 2 í fullum gangi. Af þeim tíu lögum sem komust í úrslit eru tvö sem eru flutt af tónlistarmönnum að austan. Þetta eru lögin Döðlujól með Gleðisveitinni Döðlur og Ferðalag á jólanótt með Sillu Jónsdóttur.
Kjöt- og fiskbúð Austurlands og Salt cafe & bistro auglýstu fyrir skemmstu ókeypis jólatónleika í Valaskjálf sem þakklætisvott fyrir fyrir einstakar móttökur á liðnu ári. Móttökurnar hafa ekki látið á sér standa.
Kvenfélagið á Reyðarfirði afhenti í gær og í dag ágóða af jólabingói félagsins í ár. Það rennur til dvalarheimilanna Hulduhlíðar á Eskifirði og Uppsala á Fáskrúðsfirði.