Eins og síðustu tvö ár stendur Austurfrétt fyrir vali á Austfirðingi ársins. Tekið er á móti tilnefningum í þessari viku en kosningin sjálf verður hér á vefnum í næstu viku.
Nemendur í tíunda bekk Egilsstaðaskóla luku haustönn sinni með því að semja jólatexta, syngja hann og gera myndband. Þetta er annað árið í röð sem bekkurinn ræðst í slíka vinnu.
Starfsmenn Flugfélags Íslands hafa haft í nógu að snúast síðustu daga. Margir hafa komið austur í jólafríið auk þess sem ættingjar og vinir nýta flugið til að koma jólapökkunum hratt til skila.
Heimilisfólkið á Hákonarstöðum á Jökuldal fékk heldur óvenjulega heimsókn á Þorláksmessu. Sjaldgæft er að haftyrðlar finnist á lífi svo innarlega í landi.
Verkið „Ár á a streng" eftir Þórunni Grétu Sigurðardóttur, organistanista á Eskifirði, er eitt af þeim fimm verkum sem tilnefnt til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem tónverk ársins.
Eva Rán Reynisdóttir er þriggja barna móðir og fædd og uppalin á Egilsstöðum. Hún er dóttir Þrúðar Þórhallsdóttur og Reynis Magnússonar frá Stakkahlíð í Loðmundarfirði, en þau eru bæði fallin frá. Hún hefur búið í Reykjavík síðan 1998 en hugsar oft heim á Hérað, enda á hún ættingja og vini á æskuslóðunum.
Ingimar Jóhannsson, BS-nemi í umhverfis- og byggingarverkfræði við Háskóla Íslands, hefur hlotið viðurkenningu úr Minningarsjóði Þorvalds Finnbogasonar stúdents. Frú Vigdís Finnbogadóttir, systir Þorvalds, afhenti styrkinn við hátíðlega athöfn á Háskólatorgi sunnudaginn 21. desember.
Sky sjónvarpsstöðin hefur staðfest að fyrstu þátturinn af Fortitude fari í loftið klukkan níu miðvikudagskvöldið 29. janúar. Af því tilefni hefur verið gefið út nýtt kynningarmyndband fyrir þættina.
Hlynur Bragason hjá Sæti ehf. sem annast akstur almenningssamganga á Fljótsdalshéraði var í fréttunum a dögunum þegar hann mætti í vinnuna einn morguninn og kom að strætisvagni fullum af snjó.