Sextán ára hagyrðingur
Þorvaldur Jón Andrésson, 16 ára hagyrðingur frá Borgarfirði eystra, sendi á aðventunni út sína fyrstu vísnabók, Rauðu rósina. Þorvaldur segist hafa heillast af vísnalistinni þegar hann fylgdi föður sínum á hagyrðingamót sem drengur.Viðbragðsaðilar austanlands kynna sig og sitt á 112 deginum á sunnudag
Á sunnudaginn kemur verður haldinn hátíðlegur 112 dagurinn á ýmsum stöðum austanlands en þar gefst íbúum tækifæri til að kynnast starfi, tækjakosti og þeim einstaklingum sem standa vaktina fyrir okkur hin ársins hring á hverjum stað fyrir sig.
Vopnin kvödd fyrir utan dómsal
Hvers konar vopnaburður er óheimill í dómsal, líka á öskudaginn. Dómritari fór yfir reglurnar með þeim börnum sem komu í Héraðsdóm Austurlands í dag, áður en þau komu fyrir dómara til að syngja.Vopnafjörður á lista yfir faldar perlur
Vopnafjörður er meðal þeirra staða sem alþjóðleg ferðatímarit mælir með sem földum perlum árið 2024.Heimildarmyndin Laxaþjóð frumsýnd á Íslandi
Í kvöld fer fram formleg frumsýning á hálfrar klukkustundar langri heimildarmynd um baráttu hópa og samfélaga gegn laxeldi og laxeldisáformum í fjörðum landsins. Frumsýnt er í Reykjavík en á sunnudaginn kemur munu aðstandendur koma austur og sýna myndina í Herðubreið á Seyðisfirði.
Þökkuð löng og óeigingjörn störf í sóknarnefnd Eskifjarðarkirkju
Um liðna helgi urðu sætaskipti stórs hluta sóknarnefndar Eskifjarðarkirkju þegar þrír einstaklingar sem unnið hafa þar óeigingjarnt starf um árafjöld stigu til hliðar til að rýma fyrir nýju fólki.
Einar tólf þúsund bollur rétt duga til hjá Sesam brauðhúsi
Sú hefð að kýla út vömbina af bollum í aðdraganda og á sjálfan Bolludaginn virðist hreint ekki vera á útleið nema síður sé. Allt að tólf þúsund bollur hafa verið bakaðar hjá Sesam brauðhúsi á Reyðafirði þessa vertíðina og það gerir sennilega ekki meira en rétt duga út daginn.
Fjölsótt í endurnýjaða gufubaðsaðstöðu Eskfirðinga
Í desember síðastliðnum var loks opnuð almenningi að nýju gufubaðsaðstaðan í sundlaug Eskifjarðar og þar inni allt glænýtt eða endurbætt frá grunni. Viðtökurnar hafa ekki látið á sér standa að sögn rekstrarstjóra.