Nýir eigendur hins vinsæla Sesam brauðhúss á Reyðarfirði ætla að bjóða upp á nokkrar nýjungar á sérstökum opnunardegi á morgun laugardag en þar skal bjóða gestum öllum upp á forvitnilegar nýjungar af tilefninu auk þess sem eigendurnir allir verða til staðar að taka mót fólki og bjóða alla velkomna.
Austfirðingar flestir þurfa ekki langan veg að fara til að komast á áramótabrennu á gamlársdag en einar ellefu slíkar eru fyrirhugaðar lokadag þessa árs á sunnudaginn kemur. Þær allar í samvinnu sveitarfélaganna, björgunarsveita og eftir atvikum íþróttafélaganna á hverjum stað fyrir sig.
Saltaður matur, kökudeig, vínber og mandarínur er bara brot af því sem varhugavert getur verið að gefa gæludýrunum okkar en líkurnar á að slíkt rati í skálarnar yfir komandi hátíð eru meiri en á öðrum tímum árs.
Í desember síðastliðnum kom út bókin Á ferð um Fljótsdal þar sem segir frá ýmsum ævintýrum sem fjölskylda lendir í á ferðalagi sínu, jú, einmitt um Fljótsdalinn. Ýmsar verur koma þar við sögu sem hægt er að tengja mis þekktum frásögnum úr sveitinni. Svo sem þekkt er þá er töluverður kostnaður að baki því að prenta og gefa út bækur og safnar því höfundurinn, Kjartan Glúmur Kjartansson, nú fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Tveir austfirskir listamenn eru meðal þeirra sem eiga listaverk sem prýða dagatal sparisjóðanna fyrir árið 2024. Dagatal komandi árs er helgað ungu listafólki af landsbyggðinni.
Líklega er ekki of djúpt í árina tekið að fullyrða að velflestir, ef ekki allir, eigi töluvert af fatnaði og varningi ýmsum sem safnar orðið ryki í kössum í geymslum og bílskúrum og nýtist engum. Svokallaðar fataloppur hafa þess vegna opnað víða á landinu þar sem fólki gefst kostur á að losna við ýmsar slíkar eigur gegn vægu gjaldi. Ein slík opnaði í byrjun vikunnar á Egilsstöðum.
Fyrr í þessum mánuði afhenti Helga Vigfúsdóttir sveitarstjóra Fljótsdalshrepps lykla að gistihúsinu að Végarði en þar hefur Helga síðustu fjórtán árin byggt upp staðinn sjálfan sem og afar gott orðspor en nýir eigendur keyptu reksturinn af sveitarfélaginu snemma í vetur.
Skógarylur verður heitið á nýrri afurð viðarvinnslufyrirtækisins Skógarafurða í Fljótsdal. Fyrirtækið hefur á nýju ári framleiðslu á kubbum úr sagi og afskurði til hitunar.
Sveitarstjóri Múlaþings, Björn Ingimarsson, heimsótti fyrr í vikunni fjögur börn af þeim átta alls sem fæðst hafa á Seyðisfirði í ár og leysti þau út með gjöfum frá sveitarfélaginu. Önnur heimsókn til hinna fjögurra stendur fyrir dyrum.