Spurningakeppnin Viskubrunnur á Seyðisfirði hlaut Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra, sem afhent voru í dag. Verkefnið þykir gott dæmi um samvinnu nemenda, starfsfólks og foreldra.
Álfurinn verður seldur til styrktar SÁA víða um Austurland um helgina. Víða á svæðinu eru það íþróttafélög eða flokkar sem selja álfinn sem hluta af sinni fjáröflun.
Árleg álfasala SÁÁ hófst í dag og stendur fram á sunnudag. Álfurinn verður boðinn til sölu um allt land. Bæði verður gengið í hús og selt fyrir utan verslanir og aðra fjölfarna staði. SÁÁ væntir þess að landsmenn taki sölufólkinu vel, nú eins og ávallt. Álfurinn kostar nú 2000 krónur, sem er sama verð og síðustu ár.
Sigurbjörg Halldórsdóttir opnaði í byrjun mars kaffihúsið Kaupvangskaffi á Vopnafirði. Hún segist ánægð með viðtökurnar fyrstu mánuðina. Hún leggur áherslu á að vinna sem mest af vörunni sem hún selur sjálf.
Styrktarfélagið Göngum saman efnir til vorgöngu fyrir alla fjölskylduna á fjórum stöðum á Austurlandi á sunnudag. Félagið styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini.
Norðfirðingurinn Guðni Finnsson verður í sviðsljósinu í kvöld þegar hann stígur á svið sem bassaleikarinn í Pollapönki í fyrri undanúrslitum Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fara í Kaupmannahöfn. Hann segir vinsældir lagsins „Enga fordóma" hafa aukist eftir því sem nær hefur dregið keppninni.
Boðið var upp á fjölbreytta efnisskrá á sameiginlegum tónleikum tónlistarskólanna á Fljótsdalshéraði sem haldnir voru í Egilsstaðaskóla fyrir skemmstu.