Héraðsskjalasafn Austfirðinga opnaði í síðustu viku ljósmyndavef með myndum úr eigu safnsins. Gerðar hafa verið aðgengilegar 55 þúsund myndir í eigu safnsins.
Nemendur í tíunda bekk Grunnskóla Fáskrúðsfjarðarskóla heimsóttu í morgun Hugvang þar sem Austurfrétt er til húsa. Bekkurinn ferðast um Austurland í dag til að kynna sér starfsemi fyrirtækja á svæðinu.
Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur víða á Austfjörðum um síðustu helgi. Misjafnt er eftir stöðum hvernig dagskráin breiðir úr sér en á flestum stöðum eru viðburðir bæði á laugardegi og sunnudegi.
Sjómannadagsblað Austurlands er komið út í 20. sinn en líkt og undanfarin ár er blaðið um 90 blaðsíður að stærð. Hátt á annað hundrað nýrra og gamalla ljósmynda prýða blaðið og eru efnistökin vítt og breitt af Austurlandi.
Nú liggja fyrir niðurstöður fyrsta áfanga verkefnisins ,,Fossar á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs" sem Austurbrú tekur þátt í. Guðrún Á. Jónsdóttir hefur unnið verkefnið fyrir hönd stofnunarinnar og segir verkefnið auka verulega við grunnþekkingu á þjóðgarðinum.
Fjölbreytt dagskrá verður í boði víða um Austurland í tilefni sjómannadagsins. Hátíðahöldin verða einna umfangsmest á Eskifirði þar sem haldið er upp á 70 ára afmæli Eskju.
Axel Jónssyni, bónda á Kirkjubóli í Norðfjarðarsveit, brá nokkuð í brún á sauðburðinum þegar hann fékk lamb með sex fætur. Dýralæknir segir vansköpunina tilkomna af truflun í frumuskiptingu."